Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2014 06:00 Guðmundur Þórarinsson pressar hér dönsku leikmennina alveg upp að endalínu. Vísir/Daníel „Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira