„Hesturinn er bara svo magnaður“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Icelandair Cargo sér um hestaútflutning frá Íslandi í samstarfi við fyrirtæki hér á landi sem sérhæfa sig í þessum efnum. Hestarnir virðast að sögn Eysteins Leifssonar hestaútflytjanda taka fluginu ótrúlega vel. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, hann er bara svo kúl á því.“ Fréttablaðið/Pjetur „Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin. Hestar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
„Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin.
Hestar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira