Ljóskur sem draga úr heilastarfsemi karla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 12:30 Bók Birgis með myndum af ljóskum framan á plötuumslögum er gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. vísir/ernir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira