Fertugur með kúl ungu strákunum Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. september 2014 11:30 Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“ Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira