Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara er málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira