Töfrafjallið er stórkostlegt landakort um nútímann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:00 Hópurinn í Davos á söguslóðum Töfrafjalls Thomasar Mann. Mynd/Haraldur Jónsson Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“ Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira