Stefnum að ánægjustund í hádeginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 12:00 Víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson ætlar að kynna djass fyrir almenningi. Mynd/Úr einkasafni „Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira