Eyjólfur: A-landsliðið vantaði framherja Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:30 Jón Daði Böðvarsson verður í hópnum gegn Tyrkjum. vísir/Anton „Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
„Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira