Vill komast til stærra liðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 07:00 Guðmundur og strákarnir unnu Armena í Lautinni og þurfa nú stig á móti Frökkum ytra til að komast í umspilið. Fréttablaðið/Anton „Það var gott að halda hreinu, skora fjögur mörk og vinna leikinn,“ segir Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en Guðmundur og strákarnir völtuðu yfir Armeníu, 4-0, á Fylkisvelli á miðvikudaginn þar sem Guðmundur lagði upp eitt mark. Hann hefur verið jafnbesti leikmaður U21 í undankeppninni, en liðið þarf nú nær örugglega að ná í stig gegn Frakklandi – langbesta liði riðilsins – á útivelli á mánudagskvöldið. „Við eigum hiklaust möguleika á því, en þá þurfum við að spila mjög vel jafnt í vörn sem sókn. Maður getur alveg verið hreinskilinn og sagt Frakkana klassa betri en öll hin liðin í riðlinum. Við þurfum bara að stefna á sigur og vonandi hirða eitt stig,“ segir Guðmundur, en í franska liðinu eru strákar sem keyptir hafa verið hingað og þangað um Evrópu fyrir mörg hundruð milljónir undanfarin misseri. „Það var einhver sem bar verðið á leikmönnum liðanna saman og það var alveg fáránlegur munur. En það á bara að hvetja okkur enn frekar. Þetta er sterkt lið sem refsar fyrir öll mistök, en við erum líka með góða leikmenn; stóra og sterka durga í vörninni sem eru líkamlega sterkir,“ segir Guðmundur.Besti vinurinn seldur Guðmundur átti bara eftir að klæða sig í sokkana eftir æfingu þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var þá á leið í mat með æskuvini sínum frá Selfossi, Jóni Daða Böðvarssyni, sem fiskaði víti í leiknum á miðvikudaginn. Báðir spila sem atvinnumenn í Noregi, Guðmundur með Sarpsborg 08, þar sem honum gekk frábærlega í fyrra. Hann var einn besti miðjumaður deildarinnar og á meðal efstu manna í nær öllum sendingaflokkum samkvæmt tölfræði norska blaðsins Verdens Gang. Guðmundi hefur einnig gengið vel í ár, en fór þó kannski ekki jafn vel af stað og hann hefði kosið. „Ég komst almennilega í gang núna seinni partinn í deildinni. Ég spilaði ekkert illa fyrri partinn, en það voru hlutir í gangi eins og þegar maður hélt sig vera að fara frá liðinu. Svo gerðist það ekki og ofan á það var besti vinur minn seldur,“ segir Guðmundur og á þar við norska markahrókinn Mohamed Elyounoussi sem raðar nú inn mörkum fyrir topplið Molde. „Það var svekkjandi að sjá á eftir honum því við vorum bestu vinir jafnt innan sem utan vallar. Mér var lofað að hópnum yrði haldið saman sem hafði áhrif á val mitt að vera áfram. Svo fer hann og þá var ég ekki alveg jafn hamingjusamur. Ég er frekar léttur gæi og meðan það er skemmtilegt og jákvætt í kringum mig er ég alltaf bestur. En ég vann mig bara í gegnum þetta og tók andlega þáttinn í gegn. Þarna lenti maður í hlut sem maður gat ekki stjórnað sjálfur og þá tók maður bara stjórnina sjálfur og styrkti sig inn á við,“ segir Guðmundur.Vill taka næsta skref Selfyssingurinn sparkvissi vakti áhuga annarra liða eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð og hafði hann möguleika á að fara til nýs liðs á lokadegi félagaskipta í janúar. Hann ákvað þó að vera áfram og segist ekki sjá eftir því. Þegar tímabilinu lýkur í vetur stefnir hann þó að því að taka næsta skref. „Ég hef verið að spila álíka vel og í fyrra og maður heyrir alltaf af áhuga annarra liða. Það er samt aldrei neitt öruggt fyrr en maður skrifar undir. Ég vil fara til stærra liðs og ef það verður innan Noregs vil ég fara í toppbaráttu. En ef það kemur eitthvað upp utan Norðurlandanna skoða ég það bara,“ segir Guðmundur. „Þetta er bara svo harður bransi eins og ég fékk að kynnast þegar þeir töldu mig á að halda áfram en seldu svo Elyounoussi. Þetta er miklu harðara en maður bjóst við þó ég sé „bara“ í Sarpsborg í Noregi. Maður getur bara rétt ímyndað sér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í ensku úrvalsdeildinni eða stærri deildum Evrópu.“Tónlistin truflar ekki Eins og bróðir hans, Ingólfur Þórarinsson Veðurguð, er Guðmundur fantagóður tónlistarmaður; spilar á gítar og syngur eins og engill. Lag með honum var á toppi vinsældalistanna hér heima í sumar svo dæmi sé tekið. Þó hann hafi gaman að því að spila og syngja er það ekki eitthvað sem hefur áhrif á fótboltaferilinn. „Alls ekki. Ég er algjörlega með hugann við fótboltann og það er ósanngjarnt að halda öðru fram. Þeir aðilar sem halda annað þekkja mig ekkert og vita ekki hvað ég hef lagt á mig. Ég hef ekki tekið eitt gigg úti í Noregi og geri ekki heldur heima nema í einhverjum gleðskap fyrir vini mína. Tónlistin tekur ekkert frá boltanum!“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Ég get bara farið í tónlistina þegar ég hætti í boltanum 35 ára. Það er bara fínt að hafa eitthvað að gera með boltanum. Mér finnst uppbyggjandi og gott að dunda mér við að spila á gítarinn, semja texta og syngja aðeins frekar en að horfa á sjónvarpið.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Armenía 4-0 | Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. 3. september 2014 14:46 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira
„Það var gott að halda hreinu, skora fjögur mörk og vinna leikinn,“ segir Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður U21 árs landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en Guðmundur og strákarnir völtuðu yfir Armeníu, 4-0, á Fylkisvelli á miðvikudaginn þar sem Guðmundur lagði upp eitt mark. Hann hefur verið jafnbesti leikmaður U21 í undankeppninni, en liðið þarf nú nær örugglega að ná í stig gegn Frakklandi – langbesta liði riðilsins – á útivelli á mánudagskvöldið. „Við eigum hiklaust möguleika á því, en þá þurfum við að spila mjög vel jafnt í vörn sem sókn. Maður getur alveg verið hreinskilinn og sagt Frakkana klassa betri en öll hin liðin í riðlinum. Við þurfum bara að stefna á sigur og vonandi hirða eitt stig,“ segir Guðmundur, en í franska liðinu eru strákar sem keyptir hafa verið hingað og þangað um Evrópu fyrir mörg hundruð milljónir undanfarin misseri. „Það var einhver sem bar verðið á leikmönnum liðanna saman og það var alveg fáránlegur munur. En það á bara að hvetja okkur enn frekar. Þetta er sterkt lið sem refsar fyrir öll mistök, en við erum líka með góða leikmenn; stóra og sterka durga í vörninni sem eru líkamlega sterkir,“ segir Guðmundur.Besti vinurinn seldur Guðmundur átti bara eftir að klæða sig í sokkana eftir æfingu þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var þá á leið í mat með æskuvini sínum frá Selfossi, Jóni Daða Böðvarssyni, sem fiskaði víti í leiknum á miðvikudaginn. Báðir spila sem atvinnumenn í Noregi, Guðmundur með Sarpsborg 08, þar sem honum gekk frábærlega í fyrra. Hann var einn besti miðjumaður deildarinnar og á meðal efstu manna í nær öllum sendingaflokkum samkvæmt tölfræði norska blaðsins Verdens Gang. Guðmundi hefur einnig gengið vel í ár, en fór þó kannski ekki jafn vel af stað og hann hefði kosið. „Ég komst almennilega í gang núna seinni partinn í deildinni. Ég spilaði ekkert illa fyrri partinn, en það voru hlutir í gangi eins og þegar maður hélt sig vera að fara frá liðinu. Svo gerðist það ekki og ofan á það var besti vinur minn seldur,“ segir Guðmundur og á þar við norska markahrókinn Mohamed Elyounoussi sem raðar nú inn mörkum fyrir topplið Molde. „Það var svekkjandi að sjá á eftir honum því við vorum bestu vinir jafnt innan sem utan vallar. Mér var lofað að hópnum yrði haldið saman sem hafði áhrif á val mitt að vera áfram. Svo fer hann og þá var ég ekki alveg jafn hamingjusamur. Ég er frekar léttur gæi og meðan það er skemmtilegt og jákvætt í kringum mig er ég alltaf bestur. En ég vann mig bara í gegnum þetta og tók andlega þáttinn í gegn. Þarna lenti maður í hlut sem maður gat ekki stjórnað sjálfur og þá tók maður bara stjórnina sjálfur og styrkti sig inn á við,“ segir Guðmundur.Vill taka næsta skref Selfyssingurinn sparkvissi vakti áhuga annarra liða eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð og hafði hann möguleika á að fara til nýs liðs á lokadegi félagaskipta í janúar. Hann ákvað þó að vera áfram og segist ekki sjá eftir því. Þegar tímabilinu lýkur í vetur stefnir hann þó að því að taka næsta skref. „Ég hef verið að spila álíka vel og í fyrra og maður heyrir alltaf af áhuga annarra liða. Það er samt aldrei neitt öruggt fyrr en maður skrifar undir. Ég vil fara til stærra liðs og ef það verður innan Noregs vil ég fara í toppbaráttu. En ef það kemur eitthvað upp utan Norðurlandanna skoða ég það bara,“ segir Guðmundur. „Þetta er bara svo harður bransi eins og ég fékk að kynnast þegar þeir töldu mig á að halda áfram en seldu svo Elyounoussi. Þetta er miklu harðara en maður bjóst við þó ég sé „bara“ í Sarpsborg í Noregi. Maður getur bara rétt ímyndað sér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í ensku úrvalsdeildinni eða stærri deildum Evrópu.“Tónlistin truflar ekki Eins og bróðir hans, Ingólfur Þórarinsson Veðurguð, er Guðmundur fantagóður tónlistarmaður; spilar á gítar og syngur eins og engill. Lag með honum var á toppi vinsældalistanna hér heima í sumar svo dæmi sé tekið. Þó hann hafi gaman að því að spila og syngja er það ekki eitthvað sem hefur áhrif á fótboltaferilinn. „Alls ekki. Ég er algjörlega með hugann við fótboltann og það er ósanngjarnt að halda öðru fram. Þeir aðilar sem halda annað þekkja mig ekkert og vita ekki hvað ég hef lagt á mig. Ég hef ekki tekið eitt gigg úti í Noregi og geri ekki heldur heima nema í einhverjum gleðskap fyrir vini mína. Tónlistin tekur ekkert frá boltanum!“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Ég get bara farið í tónlistina þegar ég hætti í boltanum 35 ára. Það er bara fínt að hafa eitthvað að gera með boltanum. Mér finnst uppbyggjandi og gott að dunda mér við að spila á gítarinn, semja texta og syngja aðeins frekar en að horfa á sjónvarpið.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Armenía 4-0 | Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. 3. september 2014 14:46 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Armenía 4-0 | Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. 3. september 2014 14:46