Mjólkurrörin sjást í nýja listaverkinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 09:45 "Ég var svolítið efins um að þetta myndi hafast, en það tókst,“ segir Arna um eitt vídeóverkanna sem er algerlega nýtt. Mynd/Auðunn „Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira