Fundir í fjörunni urðu að framkvæmdum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 13:00 Hildigunnur, Bjarki og Claudia fundust í fjöru og duttu í djúpar samræður. Afrakstur þeirra pælinga er á sýningunni Eins og Eins. Fréttablaðið/Andri Marinó Karlsson „Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá heimspekilegum samræðum okkar á milli um hluti og uppruna þeirra. Öll verkin á sýningunni fjalla á einhvern hátt um slíkar skilgreiningar en við vinnum verkin hvert í sínu lagi,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir. Hún er ein þremenninganna sem eiga verk á sýningunni Eins og Eins í Hverfisgalleríi sem verður opnuð í dag milli klukkan 17 og 19. Hinir eru Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld. Þegar forvitnast er meira um hinar heimspekilegu vangaveltur listafólksins sem leiddu til sýningarinnar segir Hildigunnur. „Við fundumst í fjöru, nánar tiltekið á Gullströndinni sem er millistykkið milli Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þar hófum við þessar umræður þegar við rákumst á ryðhrúgur, plast og glerdrasl sem hafði þó öll svipbrigði náttúrunnar. Eftir þetta fórum við nánast í pílagrímsferðir í fjöruna til áframhaldandi pælinga og sá staður varð heimili samræðna okkar. Þó er ekkert okkar að fjalla um þennan stað á sýningunni, heldur eiginleika hans. Út frá honum spruttu fram hugmyndir að verkum hjá hverju og einu og samræðan varð að framkvæmdum.“ Bjarki er með vídeóverk og teikningar á sýningunni, Hildigunnur með skúlptúra og Claudia með ljósmynd og þrívíð verk. Þau ætla að halda samræðu sinni áfram og taka þátt í ráðstefnunni Art in Translation í Háskóla Íslands 18. september. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá heimspekilegum samræðum okkar á milli um hluti og uppruna þeirra. Öll verkin á sýningunni fjalla á einhvern hátt um slíkar skilgreiningar en við vinnum verkin hvert í sínu lagi,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir. Hún er ein þremenninganna sem eiga verk á sýningunni Eins og Eins í Hverfisgalleríi sem verður opnuð í dag milli klukkan 17 og 19. Hinir eru Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld. Þegar forvitnast er meira um hinar heimspekilegu vangaveltur listafólksins sem leiddu til sýningarinnar segir Hildigunnur. „Við fundumst í fjöru, nánar tiltekið á Gullströndinni sem er millistykkið milli Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þar hófum við þessar umræður þegar við rákumst á ryðhrúgur, plast og glerdrasl sem hafði þó öll svipbrigði náttúrunnar. Eftir þetta fórum við nánast í pílagrímsferðir í fjöruna til áframhaldandi pælinga og sá staður varð heimili samræðna okkar. Þó er ekkert okkar að fjalla um þennan stað á sýningunni, heldur eiginleika hans. Út frá honum spruttu fram hugmyndir að verkum hjá hverju og einu og samræðan varð að framkvæmdum.“ Bjarki er með vídeóverk og teikningar á sýningunni, Hildigunnur með skúlptúra og Claudia með ljósmynd og þrívíð verk. Þau ætla að halda samræðu sinni áfram og taka þátt í ráðstefnunni Art in Translation í Háskóla Íslands 18. september.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira