Frumsýna fimm verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 11:00 "Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir Ragnheiður en tekur fram að styrkir komi frá borg og ríki. Fréttablaðið/GVA „Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar. Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur. „Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár. „Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum. Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“ Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira