Lítið mál að læra sænskuna og dönskuna og nú er það rússneskan Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. ágúst 2014 06:00 Ragnar Sigurðsson. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson hefur farið vel af stað með FK Krasnodar í rússnesku deildinni í fótbolta en hann gekk til liðs við félagið í janúar. Krasnodar situr í fjórða sæti rússnesku deildarinnar með ellefu stig en það sem er merkilegra er að liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark. Í fjórum af þessum fimm leikjum hefur Ragnar leikið við hlið hins sænska Andreas Granqvist og hefur norræna samvinnan gengið vel. „Ég þekkti hann ekki áður en hann kom hingað en ég hef kynnst honum bæði inni á velli og utan vallar. Okkur kemur vel saman og okkur hefur gengið vel að spila saman eins og úrslitin sýna. Við erum búnir að vera heppnir að fá ekki á okkur mörk í síðustu tveimur leikjum en það lítur auðvitað mjög vel út að fá bara á okkur eitt mark í fimm leikjum. Samkvæmt tölfræðinni erum við með bestu vörnina í Rússlandi þessa dagana svo fótboltalega séð gæti ég ekki verið sáttari,“ sagði Ragnar.Vísir/GettyFerðalögin eru ekkert nýtt Aðeins sex ár eru síðan félagið var stofnað en það hefur þurft að berjast um Evrópusæti við nágranna sína, Kuban Krasnodar. Undanfarin ár hafa verið ótrúleg hjá félaginu sem lenti í 5. sæti í deildinni á síðasta tímabili. „Ég hef svolítið gaman af því að þetta er mjög nýr klúbbur og það eru ekkert sérstaklega margir stuðningsmenn. Kuban Krasnodar á mun fleiri stuðningsmenn enda búið að vera lengur í borginni. Félagið er að vinna í þessu með því að stofna akademíu og að reyna að skapa sögu klúbbsins. Það er verið að skapa flotta umgjörð í kringum þetta félag en eins og staðan er í dag erum við með örfáa stuðningsmenn í útileikjum en erum samt að vinna leiki,“ sagði Ragnar sem sagði að löng ferðalög væru ekkert erfiðari en annars staðar. „Þetta er ekkert svo ólíkt því sem ég hef þekkt, í stað þess að fara í rútu í tvo tíma er flogið í tvo tíma. Það er auðvitað krefjandi að vera alltaf að fljúga en það er enginn gríðarlegur munur á þessu.“Búinn að koma mér vel fyrir Ragnar hefur verið á mála hjá Krasnodar í átta mánuði og er búinn að koma sér vel fyrir. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir, ég bý í fínu húsi nálægt æfingasvæðinu. Ég vildi reyna að finna hús sem mér liði vel í því maður er bara mest í því að æfa og keppa en ég hef lítið skoðað bæinn. Við reynum svo að vera dugleg þegar maður fær eitthvað frí að skreppa í einhvern lúxus.“ sagði Ragnar sem er byrjaður að læra rússnesku. „Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og ég er að læra rússneskuna. Það var lítið mál að læra sænskuna og dönskuna en núna er ég að læra eitthvað allt annað en maður þekkir. Ég reyni að nýta allan tímann í það, ég hlusta á strákana á æfingunni og það er að hjálpa mér svolítið mikið.“Vísir/VilhelmUndankeppnin verður krefjandi Ragnar var stór hlekkur í íslenska landsliðinu sem komst í umspil upp á sæti á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu en hann lék allar mínúturnar í undankeppninni. Ragnar gerir ráð fyrir mikilli stemningu í kringum leikina í undankeppni Evrópumótsins þó Ísland sé í sterkum riðli. „Ég er búinn að hugsa mjög mikið um þetta. Þetta gekk vel síðast og það leiðir væntanlega til þess að það eru miklar væntingar hjá þjóðinni. Fólk lítur fram hjá því að við séum í erfiðum riðli gegn þjóðum sem hafa úr fleiri leikmönnum að velja. Þetta verður mjög krefjandi verkefni og við þurfum að treysta á heimavöllinn, að reyna að fá sem flest stig þar. Það er hins vegar alls ekki málið að við höfum ekki trú á þessu. Það er enginn leikmaður í íslenska landsliðinu sem fer inn í leik og heldur að við séum að fara að tapa honum, íslenska þjóðin hugsar ekki svona,“ sagði Ragnar sem vonast eftir góðri stemningu á pöllunum í undankeppninni. „Við trúum á þetta og ég efast ekki um að leikmennirnir muni berjast fyrir þessu. Það mun hafa gríðarleg áhrif að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Að koma út og spila fyrir fullan völl af Íslendingum sem hafa trú á manni, það mun gefa okkur gríðarlega mikið. Við það að spila í svona stemningu stígur maður upp,“ sagði Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur farið vel af stað með FK Krasnodar í rússnesku deildinni í fótbolta en hann gekk til liðs við félagið í janúar. Krasnodar situr í fjórða sæti rússnesku deildarinnar með ellefu stig en það sem er merkilegra er að liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark. Í fjórum af þessum fimm leikjum hefur Ragnar leikið við hlið hins sænska Andreas Granqvist og hefur norræna samvinnan gengið vel. „Ég þekkti hann ekki áður en hann kom hingað en ég hef kynnst honum bæði inni á velli og utan vallar. Okkur kemur vel saman og okkur hefur gengið vel að spila saman eins og úrslitin sýna. Við erum búnir að vera heppnir að fá ekki á okkur mörk í síðustu tveimur leikjum en það lítur auðvitað mjög vel út að fá bara á okkur eitt mark í fimm leikjum. Samkvæmt tölfræðinni erum við með bestu vörnina í Rússlandi þessa dagana svo fótboltalega séð gæti ég ekki verið sáttari,“ sagði Ragnar.Vísir/GettyFerðalögin eru ekkert nýtt Aðeins sex ár eru síðan félagið var stofnað en það hefur þurft að berjast um Evrópusæti við nágranna sína, Kuban Krasnodar. Undanfarin ár hafa verið ótrúleg hjá félaginu sem lenti í 5. sæti í deildinni á síðasta tímabili. „Ég hef svolítið gaman af því að þetta er mjög nýr klúbbur og það eru ekkert sérstaklega margir stuðningsmenn. Kuban Krasnodar á mun fleiri stuðningsmenn enda búið að vera lengur í borginni. Félagið er að vinna í þessu með því að stofna akademíu og að reyna að skapa sögu klúbbsins. Það er verið að skapa flotta umgjörð í kringum þetta félag en eins og staðan er í dag erum við með örfáa stuðningsmenn í útileikjum en erum samt að vinna leiki,“ sagði Ragnar sem sagði að löng ferðalög væru ekkert erfiðari en annars staðar. „Þetta er ekkert svo ólíkt því sem ég hef þekkt, í stað þess að fara í rútu í tvo tíma er flogið í tvo tíma. Það er auðvitað krefjandi að vera alltaf að fljúga en það er enginn gríðarlegur munur á þessu.“Búinn að koma mér vel fyrir Ragnar hefur verið á mála hjá Krasnodar í átta mánuði og er búinn að koma sér vel fyrir. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir, ég bý í fínu húsi nálægt æfingasvæðinu. Ég vildi reyna að finna hús sem mér liði vel í því maður er bara mest í því að æfa og keppa en ég hef lítið skoðað bæinn. Við reynum svo að vera dugleg þegar maður fær eitthvað frí að skreppa í einhvern lúxus.“ sagði Ragnar sem er byrjaður að læra rússnesku. „Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og ég er að læra rússneskuna. Það var lítið mál að læra sænskuna og dönskuna en núna er ég að læra eitthvað allt annað en maður þekkir. Ég reyni að nýta allan tímann í það, ég hlusta á strákana á æfingunni og það er að hjálpa mér svolítið mikið.“Vísir/VilhelmUndankeppnin verður krefjandi Ragnar var stór hlekkur í íslenska landsliðinu sem komst í umspil upp á sæti á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu en hann lék allar mínúturnar í undankeppninni. Ragnar gerir ráð fyrir mikilli stemningu í kringum leikina í undankeppni Evrópumótsins þó Ísland sé í sterkum riðli. „Ég er búinn að hugsa mjög mikið um þetta. Þetta gekk vel síðast og það leiðir væntanlega til þess að það eru miklar væntingar hjá þjóðinni. Fólk lítur fram hjá því að við séum í erfiðum riðli gegn þjóðum sem hafa úr fleiri leikmönnum að velja. Þetta verður mjög krefjandi verkefni og við þurfum að treysta á heimavöllinn, að reyna að fá sem flest stig þar. Það er hins vegar alls ekki málið að við höfum ekki trú á þessu. Það er enginn leikmaður í íslenska landsliðinu sem fer inn í leik og heldur að við séum að fara að tapa honum, íslenska þjóðin hugsar ekki svona,“ sagði Ragnar sem vonast eftir góðri stemningu á pöllunum í undankeppninni. „Við trúum á þetta og ég efast ekki um að leikmennirnir muni berjast fyrir þessu. Það mun hafa gríðarleg áhrif að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Að koma út og spila fyrir fullan völl af Íslendingum sem hafa trú á manni, það mun gefa okkur gríðarlega mikið. Við það að spila í svona stemningu stígur maður upp,“ sagði Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira