Kristinn Sigmunds með Íslensku óperunni í fyrsta skipti í tólf ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 09:30 Stórsöngvarinn Kristinn mun taka á því sem Filippus konungur í haust. Fréttablaðið/Vilhelm Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri. Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri.
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira