Við bjóðum upp á Kabaríur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 11:30 Hrönn og Hallveig æfðu sig vel áður en þær héldu norður til Ólafsfjarðar þar sem þær taka virkan þátt í Berjadögum. Fréttablaðið/GVA „Við Hrönn ætlum að vera með dálítið blandað prógramm,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, þegar ég næ í hana á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri og bið hana að lýsa því sem fram undan er á Berjadögum á Ólafsfirði. Hún verður þar í stóru hlutverki bæði á upphafstónleikunum annað kvöld klukkan 20 og lokatónleikunum á föstudaginn. Kveðst hafa verið með kabarettprógramm syðra fyrir nokkru en ákveðið að klassíkera það örlítið nú. „Við bjóðum upp á Kabaríur. „Ætlum að dreypa á gylltum veigum óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bombur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í léttara efni og flytjum kabarettmúsík eftir Schönberg og bandarískan mann sem heitir Bolcom. Síðan verða söngleikjalög eftir Sondheim,“ lýsir hún. Á öðru kvöldi tónleikanna fá þær Hallveig og Hrönn að njóta þess sem Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í farteskinu. Það verða aðallega tónsmíðar eftir liðsmenn tríósins og einhverjar ábreiður kunna að slæðast með. Á lokakvöldinu á föstudag verður blásið til sannkallaðrar tónlistarveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn hátíðarinnar leika á als oddi í fjölbreyttri dagskrá. „Þá verð ég með í öllu havaríinu,“ segir Hallveig og kveðst geyma aríuna sína úr Carmen þangað til. „Þar verður líka söngleikastjarna Íslands, Maríus Sverrisson, tríóið hennar Sunnu og hinir og þessir gestasöngvarar. Þetta verður rosa skemmtilegt,“ segir hún spennt. Hallveig kveðst aldrei hafa sungið á Ólafsfirði áður en hún þekki þar fullt af fólki. „Ég hef verið þar í fríum en aldrei komið þar fram. Ólafsfjörður er heimabær söngkennarans míns, Jón Þorsteinssonar, og þar líður honum best í heiminum. Hann er einn þeirra sem ætla að troða upp á lokakvöldi Berjadaga,“ segir Hallveig og heldur svo áfram ferðinni í fyrirheitna fjörðinn. Dagskrá Berjadaga KABARÍUR í Ólafsfjarðarkirkju 14. ágúst klukkan 20 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Hrönn Þráinsdóttir, píanó TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS í Ólafsfjarðarkirkju 15. ágúst klukkan 20 Sunna Gunnlaugs, píanó Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Scott McLemore, trommur Tríó Sunnu verður líka með tónleika á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, klukkan 14.30 LOKATÓNLEIKAR BERJADAGA í Tjarnarborg 16. ágúst klukkan 20 Sérstakur gestur: Maríus Hermann Sverrisson tenór – „Ég er kominn heim“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við Hrönn ætlum að vera með dálítið blandað prógramm,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, þegar ég næ í hana á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri og bið hana að lýsa því sem fram undan er á Berjadögum á Ólafsfirði. Hún verður þar í stóru hlutverki bæði á upphafstónleikunum annað kvöld klukkan 20 og lokatónleikunum á föstudaginn. Kveðst hafa verið með kabarettprógramm syðra fyrir nokkru en ákveðið að klassíkera það örlítið nú. „Við bjóðum upp á Kabaríur. „Ætlum að dreypa á gylltum veigum óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bombur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í léttara efni og flytjum kabarettmúsík eftir Schönberg og bandarískan mann sem heitir Bolcom. Síðan verða söngleikjalög eftir Sondheim,“ lýsir hún. Á öðru kvöldi tónleikanna fá þær Hallveig og Hrönn að njóta þess sem Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í farteskinu. Það verða aðallega tónsmíðar eftir liðsmenn tríósins og einhverjar ábreiður kunna að slæðast með. Á lokakvöldinu á föstudag verður blásið til sannkallaðrar tónlistarveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn hátíðarinnar leika á als oddi í fjölbreyttri dagskrá. „Þá verð ég með í öllu havaríinu,“ segir Hallveig og kveðst geyma aríuna sína úr Carmen þangað til. „Þar verður líka söngleikastjarna Íslands, Maríus Sverrisson, tríóið hennar Sunnu og hinir og þessir gestasöngvarar. Þetta verður rosa skemmtilegt,“ segir hún spennt. Hallveig kveðst aldrei hafa sungið á Ólafsfirði áður en hún þekki þar fullt af fólki. „Ég hef verið þar í fríum en aldrei komið þar fram. Ólafsfjörður er heimabær söngkennarans míns, Jón Þorsteinssonar, og þar líður honum best í heiminum. Hann er einn þeirra sem ætla að troða upp á lokakvöldi Berjadaga,“ segir Hallveig og heldur svo áfram ferðinni í fyrirheitna fjörðinn. Dagskrá Berjadaga KABARÍUR í Ólafsfjarðarkirkju 14. ágúst klukkan 20 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Hrönn Þráinsdóttir, píanó TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS í Ólafsfjarðarkirkju 15. ágúst klukkan 20 Sunna Gunnlaugs, píanó Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Scott McLemore, trommur Tríó Sunnu verður líka með tónleika á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, klukkan 14.30 LOKATÓNLEIKAR BERJADAGA í Tjarnarborg 16. ágúst klukkan 20 Sérstakur gestur: Maríus Hermann Sverrisson tenór – „Ég er kominn heim“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira