Gaman að nýta gamla hluti á nýjan máta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 19:30 Eygló innan um draumafangara sem bærast létt í glugganum. Mynd/Auðunn Níelsson „Við þekkjumst allar og komumst að því að við deilum áhuga á að hætta að henda hlutum og að finna þeim nýtt hlutverk. Þegar ein okkar, Halldóra Björg Sævarsdóttir, stakk upp á að halda sýningu þar sem endurhönnun væri í fyrirrúmi þá fannst okkur það upplagt,“ segir Eygló Antonsdóttir, ein af fimm konum sem sýna í Amtsbókasafninu við Brekkugötu 17 á Akureyri út þennan mánuð.EndurnýtingEinn af draumföngurum sem gerður er eftir hugmyndum indíána. Mynd/Auðunn NíelssonHinar eru Halla Birgisdóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Jónborg Sigurðardóttir og fyrrnefnd Halldóra Björg. Fjórar eru myndlistarskólagengnar, ein einnig hönnuður og ein hefur lært mósaíkgerð á Ítalíu. Eygló segir sýninguna fjölbreytta. Sjálf er hún þar með draumafangara og teiknimyndasögur og er beðin að skýra þá list fyrir lesendum.Hér er borðbúnaður kominn í nýjan búning.„Indíánar fældu burtu vonda drauma með draumaföngurum úr skinnum, fjöðrum og fleiru en ég nota afganga af gluggatjöldum, blúndum, perlum og ýmsu sem ég er að endurnýta. Teiknimyndasögurnar eru klippur úr gömlum teiknimyndabókum sem ég flétta saman á nýjan hátt og set í ramma. Þar er allavega fólk með ólík svipbrigði eins og í lífinu sjálfu.“ Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins frá 10 til 19 alla virka daga. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við þekkjumst allar og komumst að því að við deilum áhuga á að hætta að henda hlutum og að finna þeim nýtt hlutverk. Þegar ein okkar, Halldóra Björg Sævarsdóttir, stakk upp á að halda sýningu þar sem endurhönnun væri í fyrirrúmi þá fannst okkur það upplagt,“ segir Eygló Antonsdóttir, ein af fimm konum sem sýna í Amtsbókasafninu við Brekkugötu 17 á Akureyri út þennan mánuð.EndurnýtingEinn af draumföngurum sem gerður er eftir hugmyndum indíána. Mynd/Auðunn NíelssonHinar eru Halla Birgisdóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Jónborg Sigurðardóttir og fyrrnefnd Halldóra Björg. Fjórar eru myndlistarskólagengnar, ein einnig hönnuður og ein hefur lært mósaíkgerð á Ítalíu. Eygló segir sýninguna fjölbreytta. Sjálf er hún þar með draumafangara og teiknimyndasögur og er beðin að skýra þá list fyrir lesendum.Hér er borðbúnaður kominn í nýjan búning.„Indíánar fældu burtu vonda drauma með draumaföngurum úr skinnum, fjöðrum og fleiru en ég nota afganga af gluggatjöldum, blúndum, perlum og ýmsu sem ég er að endurnýta. Teiknimyndasögurnar eru klippur úr gömlum teiknimyndabókum sem ég flétta saman á nýjan hátt og set í ramma. Þar er allavega fólk með ólík svipbrigði eins og í lífinu sjálfu.“ Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins frá 10 til 19 alla virka daga.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira