Vertu með skólatískuna á hreinu fyrir haustið 6. ágúst 2014 10:15 Grátt og stílhreint verður vinsælt í haust og vetur. Getty Nú styttist óðum í að skólarnir hefji göngu sína á ný eftir sumarfríið. Fréttablaðið ákvað að kynna sér heitustu hausttrendin og fékk þau Hildi Ragnarsdóttur, tískubloggara hjá Trendneti og eiganda Einveru, og Sindra Snæ Jensson, eiganda herrafataverslunarinnar Húrra Reykjavík, til að spá fyrir um það hvað verður það allra heitasta í haust. Kvennatrend fyrir haustið 2014Hildur Ragnarsdóttir, verslunareigandi og tískubloggari.Fréttablaðið/DaníelSkór: Góðir skór eru nauðsynlegir fyrir haustið og veturinn á þessu landi. Helst einhverjir sem ganga bæði í skólann og sem spariskór. Ég er spenntust fyrir grófum stígvélum með góðum hæl. Þó svo að það sé ekki endilega nýjasta á markaðinum þá eru flott „boots“ einfaldlega klassísk fyrir haustið að mínu mati. Sneakers-tískan virðist ekkert ætla að taka enda á næstunni. Nike mega kannski fara að fá smá frí en gömlu góðu Adidas Superstar eða Superga-skórnir í hvítu, „navy“ eða svörtu gætu verið skemmtilegir í haust, á meðan það er ekki snjór eða grenjandi rigning.Yfirhöfn: Sherling-jakkar og kápur, klassískir biker-leðurjakkar eða veglegar síðar kápur eru málið í haust. Ponsjó er líka eitthvað sem heillar mig mjög yfir góðan leðurjakka, ég get líklega þakkað Burberry Prorsum fyrir það.Grátt: Ég hef alltaf verið mjög veik fyrir gráum tónum og er því alsæl með að grár sé einn af trend-litum haustsins. Grá jogging-peysa með lógói, prjónuð peysa, stuttermabolur eða jafnvel yfirhöfn. Steinliggur!Peysur: Síðar peysur sem ganga sem kjólar heilla mig mjög. Western og folk-print eru áberandi í haust, sem og litirnir rauður og appelsínugulur. Skemmtilegt trend með þykkum sokkabuxum og grófum „boots“, bæði í skólann og við fínni tilefni. Herratrend fyrir haustið 2014Sindri Snær Jensson, verslunareigandi.Strigaskór / Sneakers: Undanfarin ár hefur skapast mikil menning í kringum strigaskó og eru þeir orðin meiri heilsársvara. Haltu skónum þínum hreinum og ferskum. Helstu vörumerki sem ég get mælt með eru Nike, Adidas, Vans og New Balance.Einfaldleiki: Skandinavísk hönnun er oftast einföld með mikið notkunargildi. Sniðin eru áreynslulaus og flíkurnar oftar en ekki einlitar. Litirnir fyrir herrana eru klassískir, svartur, hvítur, blár og grár með góðri skvettu af grænum. Hugtakið „less is more“ á ágætlega við um tískuna þessi misserin.Raw Denim: Það er gulls ígildi að eiga dökkbláar óþvegnar gallabuxur sér til brúks. Fallegt er að bretta eða rúlla upp á buxurnar og vera jafnvel í brúnum leður- eða rúskinnsskóm við. Sniðin á buxunum eru einnig að færast meira úr níðþröngu (skinny) í þröngt (slim/tapered) eða beint (regular).Hvítt: Undanfarið hefur 90"s-tískan verið að ryðja sér til rúms aftur að einhverju leyti. Það sem maður tekur sterkt eftir er hvíti liturinn. Hvítir strigaskór hafa ávallt verið vinsælir en fyrir karlmenn munum við sjá hvítar peysur, buxur, jakka og aukahluti líkt og húfur og hatta. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Nú styttist óðum í að skólarnir hefji göngu sína á ný eftir sumarfríið. Fréttablaðið ákvað að kynna sér heitustu hausttrendin og fékk þau Hildi Ragnarsdóttur, tískubloggara hjá Trendneti og eiganda Einveru, og Sindra Snæ Jensson, eiganda herrafataverslunarinnar Húrra Reykjavík, til að spá fyrir um það hvað verður það allra heitasta í haust. Kvennatrend fyrir haustið 2014Hildur Ragnarsdóttir, verslunareigandi og tískubloggari.Fréttablaðið/DaníelSkór: Góðir skór eru nauðsynlegir fyrir haustið og veturinn á þessu landi. Helst einhverjir sem ganga bæði í skólann og sem spariskór. Ég er spenntust fyrir grófum stígvélum með góðum hæl. Þó svo að það sé ekki endilega nýjasta á markaðinum þá eru flott „boots“ einfaldlega klassísk fyrir haustið að mínu mati. Sneakers-tískan virðist ekkert ætla að taka enda á næstunni. Nike mega kannski fara að fá smá frí en gömlu góðu Adidas Superstar eða Superga-skórnir í hvítu, „navy“ eða svörtu gætu verið skemmtilegir í haust, á meðan það er ekki snjór eða grenjandi rigning.Yfirhöfn: Sherling-jakkar og kápur, klassískir biker-leðurjakkar eða veglegar síðar kápur eru málið í haust. Ponsjó er líka eitthvað sem heillar mig mjög yfir góðan leðurjakka, ég get líklega þakkað Burberry Prorsum fyrir það.Grátt: Ég hef alltaf verið mjög veik fyrir gráum tónum og er því alsæl með að grár sé einn af trend-litum haustsins. Grá jogging-peysa með lógói, prjónuð peysa, stuttermabolur eða jafnvel yfirhöfn. Steinliggur!Peysur: Síðar peysur sem ganga sem kjólar heilla mig mjög. Western og folk-print eru áberandi í haust, sem og litirnir rauður og appelsínugulur. Skemmtilegt trend með þykkum sokkabuxum og grófum „boots“, bæði í skólann og við fínni tilefni. Herratrend fyrir haustið 2014Sindri Snær Jensson, verslunareigandi.Strigaskór / Sneakers: Undanfarin ár hefur skapast mikil menning í kringum strigaskó og eru þeir orðin meiri heilsársvara. Haltu skónum þínum hreinum og ferskum. Helstu vörumerki sem ég get mælt með eru Nike, Adidas, Vans og New Balance.Einfaldleiki: Skandinavísk hönnun er oftast einföld með mikið notkunargildi. Sniðin eru áreynslulaus og flíkurnar oftar en ekki einlitar. Litirnir fyrir herrana eru klassískir, svartur, hvítur, blár og grár með góðri skvettu af grænum. Hugtakið „less is more“ á ágætlega við um tískuna þessi misserin.Raw Denim: Það er gulls ígildi að eiga dökkbláar óþvegnar gallabuxur sér til brúks. Fallegt er að bretta eða rúlla upp á buxurnar og vera jafnvel í brúnum leður- eða rúskinnsskóm við. Sniðin á buxunum eru einnig að færast meira úr níðþröngu (skinny) í þröngt (slim/tapered) eða beint (regular).Hvítt: Undanfarið hefur 90"s-tískan verið að ryðja sér til rúms aftur að einhverju leyti. Það sem maður tekur sterkt eftir er hvíti liturinn. Hvítir strigaskór hafa ávallt verið vinsælir en fyrir karlmenn munum við sjá hvítar peysur, buxur, jakka og aukahluti líkt og húfur og hatta.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira