Birting í New Yorker ætti að opna dyr Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 13:00 Andri Már Hagalín. "Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis.“ Vísir/GVA Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég vil byrja á að taka fram að þótt þeir hjá New Yorker séu búnir að senda mér staðfestingu á því að þeir vilji birta söguna þá er ekkert niðurneglt með það hvenær hún birtist,“ segir Andri Már Hagalín þegar hringt er í hann og honum óskað til hamingju með að hið virta bandaríska tímarit The New Yorker ætli að birta smásögu hans, Maniapolis. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sendi tímaritinu söguna segist Andri alltaf vera að senda sögurnar sínar út um allt. „Ég er starfandi rithöfundur og skrifa sögur á fullu. Ég skrifa aðallega á ensku og þar af leiðandi er markaður minn erlendis. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég skrifa miklu betur á ensku en íslensku og bjó bæði í Bandaríkjunum og Skotlandi þegar ég var yngri. Var þá að vísu bara leikskólapatti en hef verið mjög duglegur að halda enskunni við og æfa mig í henni.“ Meðfram skrifunum vinnur Andri sem þjónn, eins og upprennandi listamanni sæmir, og segir það fara mjög vel saman. „Ég hef unnið í þeim bransa í sex ár, bæði sem barþjónn og þjónn og þetta er mikil kvöld- og næturvinna sem gefur mér frjálsan tíma til að skrifa á daginn.“ Andri segir nánast aldrei hafa komið til greina að leggja annað en skriftir fyrir sig. „Ég hef verið skrifandi eiginlega síðan ég man eftir mér og árið 2009, þegar ég var 19 ára, fór ég skipulega að hugsa um að skrifa sögur til útgáfu. Hugur minn stóð alltaf til þess að verða rithöfundur, eða jafnvel blaðamaður.“ Spurður hvort við eigum kannski von á skáldsögu frá honum á næstunni segir Andri. „Hún er í vinnslu. Áður en ég fékk þessar fréttir frá New Yorker þá var ég að einbeita mér að því að setja upp smásagnabálk til að reyna að koma mér á kortið á hinum erfiða enskumælandi markaði, en nú er tímabært að reyna að koma stærri verkum á framfæri.“ Hann viðurkennir að bréfið frá New Yorker hafi verið dálítið sjokk, en að sjálfsögðu mikið búst fyrir sjálfstraustið. „Ég er búinn að vera að senda sögur til tímarita svo lengi og maður fær eðli málsins samkvæmt mun fleiri hafnanir en samþykki. Reyndar verður önnur saga eftir mig birt í bandaríska tímaritinu Tin House í október. Og ef af birtingu í New Yorker verður ætti það að geta opnað einhverjar dyr.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira