Burðast með gamla harmóníkuvél og stóran þrífót Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Jóna Þorvaldsdóttir. "Mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Mynd/úr einkasafni Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira