Með Gallerí gám á ferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2014 15:00 Mekkín dreymir um að ferðast um allt land með Gallerí gám á útihátíðir næsta sumar. „Ég ákvað að koma með myndlistina út til fólksins,“ segir Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir myndlistarmaður sem hefur fengið sér gám sem sýningarsal og fer með hann á útihátíðir. Hann heitir að sjálfsögðu Gallerí gámur. Hún hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík og segir það hafa gengið mjög vel. Nú ætlar hún að vera um helgina á Einni með öllu á Akureyri og aftur á Akureyrarvökunni í lok ágúst. „Þetta er tilraunaverkefni,“ viðurkennir Ragnheiður Mekkín. „Ég skemmti mér vel við að ræða við allt fólkið, blessuð börnin eru til dæmis ótrúleg þegar þau fá að skoða, spá og spyrja,“ segir hún og kveðst pínu þreytt á því að sýna í listasölum þar sem einungis fólkið sem fylgist með listaheiminum mætir.Listakonan Ragnheiður Mekkín hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík.„Ég eyddi miklum tíma í að tala við almenning um grunntilgang myndlistar en fólk sem mundi aldrei leggja á sig að ganga inn á myndlistarsýningu villist inn í gáminn minn og spurningaflóðið fer í gang. Auðvitað gerist það að fólk snúi sér einn hring og fari svo út en margir gefa sér tíma til að staldra við og skoða. Sumir trúa mér fyrir því að þeir fari aldrei á listsýningar og viti ekkert um listir.“ Að þessu sinni er Ragnheiður Mekkín með sýningu eftir sjálfa sig í gámnum, bæði málverk þar sem hún skoðar líkamsímynd í gegnum leikföng barnanna og líka perluð verk. „Ég er búin að læra að perla eftir hefðum indíána í Bandaríkjunum og nýti mér þeirra aðferðir en færi yfir í mína liti, mitt munstur og minn stíl. Það að perla er nýja, dýra áhugamálið mitt sem ég nota í myndlistinni. Ég er gjörsamlega heilluð af því og á eftir að gera fleiri perluverk sem verða rándýr en vonandi kaupir þau einhver einhvern tíma.“ Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég ákvað að koma með myndlistina út til fólksins,“ segir Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir myndlistarmaður sem hefur fengið sér gám sem sýningarsal og fer með hann á útihátíðir. Hann heitir að sjálfsögðu Gallerí gámur. Hún hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík og segir það hafa gengið mjög vel. Nú ætlar hún að vera um helgina á Einni með öllu á Akureyri og aftur á Akureyrarvökunni í lok ágúst. „Þetta er tilraunaverkefni,“ viðurkennir Ragnheiður Mekkín. „Ég skemmti mér vel við að ræða við allt fólkið, blessuð börnin eru til dæmis ótrúleg þegar þau fá að skoða, spá og spyrja,“ segir hún og kveðst pínu þreytt á því að sýna í listasölum þar sem einungis fólkið sem fylgist með listaheiminum mætir.Listakonan Ragnheiður Mekkín hefur þegar sýnt á Mærudögum á Húsavík.„Ég eyddi miklum tíma í að tala við almenning um grunntilgang myndlistar en fólk sem mundi aldrei leggja á sig að ganga inn á myndlistarsýningu villist inn í gáminn minn og spurningaflóðið fer í gang. Auðvitað gerist það að fólk snúi sér einn hring og fari svo út en margir gefa sér tíma til að staldra við og skoða. Sumir trúa mér fyrir því að þeir fari aldrei á listsýningar og viti ekkert um listir.“ Að þessu sinni er Ragnheiður Mekkín með sýningu eftir sjálfa sig í gámnum, bæði málverk þar sem hún skoðar líkamsímynd í gegnum leikföng barnanna og líka perluð verk. „Ég er búin að læra að perla eftir hefðum indíána í Bandaríkjunum og nýti mér þeirra aðferðir en færi yfir í mína liti, mitt munstur og minn stíl. Það að perla er nýja, dýra áhugamálið mitt sem ég nota í myndlistinni. Ég er gjörsamlega heilluð af því og á eftir að gera fleiri perluverk sem verða rándýr en vonandi kaupir þau einhver einhvern tíma.“
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira