Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Tómas Þór Þórðarsson skrifar 30. júlí 2014 06:00 Símun Samuelsen og Davíð Þór Rúnarsson eigast við í undanúrslitaleiknum 2006. Fréttablaðið/Anton „Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Við þurfum ekki að hefna fyrir eitt né neitt,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið um undanúrslitaleikinn gegn Víkingi í Borgunarbikarnum í kvöld. Víkingur vann fyrri deildarleik liðanna, 3-1, en Kristján segir: „Deildin er allt önnur keppni, en auðvitað höfum við áhuga á að komast í úrslitaleikinn.“ Hann bætir við: „Við erum með nokkra leikmenn í okkar liði sem hafa spilað úrslitaleik og unnið hann. Og nú fáum við undanúrslitaleik í Keflavík í fyrsta skipti í 17 ár.“Sömu lið fyrir átta árum Keflavík og Víkingur áttust við í undanúrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006. Þó gengi beggja liða sé svipað nú og þá, Víkingur reyndar fyrir ofan Keflavík í deildinni – annað en fyrir átta árum, þá eru aðeins þrír leikmenn eftir sem spiluðu leikinn í flóðljósunum á Laugardalsvellinum.Ingvar Kale varði mark Víkings, en fékk á sig fjögur mörk gegn virkilega vel mönnuðu liði Keflavíkur. Það hafði innanborðs spilara á borð við Baldur Sigurðsson, Jónas Guðna Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Símun Eiler Samuelsen. Hjá Keflavík eru eftir þeir Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson sem báðir komu inn á í 4-0 sigrinum fyrir átta árum í Laugardalnum. „Ég hef í rauninni ekkert pælt of mikið í þessu. Það hittist bara þannig á að þessi lið spila núna aftur undanúrslitaleik. Bæði lið voru um miðja deild þá og börðust um að spila við KR í úrslitum. Nú geta liðin einnig mætt KR í úrslitum. Þetta er athyglisvert, en vissulega allt annað dæmi í gangi,“ segir Kristján.Nýtum tækifærið Keflavík steinlá í Víkinni þegar liðin mættust fyrr í mánuðinum og Kristján veit hvað hans menn þurfa að laga frá síðasta leik. „Við þurfum að halda boltanum betur og uppspilið þarf að vera betra. Víkingar eru góðir í að vinna seinni boltann þannig við þurfum að vera sterkir í því. Við komumst í ágætis gír í síðasta leik gegn Val í seinni hálfleik en töpum. Við erum stundum kannski of gíraðir því við viljum svo vinna leikina á heimavelli,“ segir Kristján, sem hvetur sitt fólk til að fjölmenna. „Við vitum að Víkingarnir fjölmenna þannig það er um að gera fyrir Keflvíkinga að nýta þetta tækifæri og mæta á fyrsta undanúrslitaleik í bikar sem spilaður er í Keflavík síðan 1997. Það fór vel þá þannig að nú er bara að lengja verslunarmannahelgina um einn dag,“ segir Kristján Guðmundsson.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Úr leik Víkings og Keflavíkur á dögunum.Vísir/Arnþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann