Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:00 Magnea J. Matthíasdóttir: "Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ Vísir/GVA „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira