Ræflavík sýnd í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:30 Við erum öll að bruna í bæinn, nánar tiltekið í Tjarnarbíó þar sem Ræflavíkin verður sýnd á fimmtudags- og föstudagskvöld,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar Ræflavík, sem er byggð á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. „Í staðfæringunni kjósum við að kalla þetta Ræflavík, en við eigum nóg af slíkum Víkum á Íslandi með þeim kostum og göllum sem því fylgja að búa þar. Stærsti kosturinn er samheldnin í slíkum bæjum en stærsti gallinn er líka samheldnin gegn þeim sem falla ekki inn í og verða fyrir einelti, til dæmis.“ Þetta er þriðja uppfærsla leikfélagsins Norðurbandalagsins á Akureyri. „Norðurbandalagið var stofnað fyrir þremur árum og er starfrækt á sumrin,“ útskýrir Jón Gunnar. „Allir leikararnir eru annaðhvort útskrifaðir leikarar, í leiklistarnámi eða á leið í slíkt nám og Akureyrarbær hefur borgað þeim laun á sumrin fyrir að taka þátt í leiksýningum. Það er stuðningur bæjarins við leiklistarfólk framtíðarinnar.“ Sýningarnar í Tjarnarbíói verða aðeins tvær og hefjast klukkan 20 bæði kvöldin. Jón Gunnar varar væntanlega áhorfendur við því að sýningin sé hvorki fyrir viðkvæma né hjartveika og bönnuð innan 16 ára. „Ástæðan fyrir því er grófur orðaforði og að við erum ekkert að skafa utan af hlutunum.“ Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við erum öll að bruna í bæinn, nánar tiltekið í Tjarnarbíó þar sem Ræflavíkin verður sýnd á fimmtudags- og föstudagskvöld,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar Ræflavík, sem er byggð á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. „Í staðfæringunni kjósum við að kalla þetta Ræflavík, en við eigum nóg af slíkum Víkum á Íslandi með þeim kostum og göllum sem því fylgja að búa þar. Stærsti kosturinn er samheldnin í slíkum bæjum en stærsti gallinn er líka samheldnin gegn þeim sem falla ekki inn í og verða fyrir einelti, til dæmis.“ Þetta er þriðja uppfærsla leikfélagsins Norðurbandalagsins á Akureyri. „Norðurbandalagið var stofnað fyrir þremur árum og er starfrækt á sumrin,“ útskýrir Jón Gunnar. „Allir leikararnir eru annaðhvort útskrifaðir leikarar, í leiklistarnámi eða á leið í slíkt nám og Akureyrarbær hefur borgað þeim laun á sumrin fyrir að taka þátt í leiksýningum. Það er stuðningur bæjarins við leiklistarfólk framtíðarinnar.“ Sýningarnar í Tjarnarbíói verða aðeins tvær og hefjast klukkan 20 bæði kvöldin. Jón Gunnar varar væntanlega áhorfendur við því að sýningin sé hvorki fyrir viðkvæma né hjartveika og bönnuð innan 16 ára. „Ástæðan fyrir því er grófur orðaforði og að við erum ekkert að skafa utan af hlutunum.“
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira