Smalaði hundrað hrossum á flugvél Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2014 00:01 Magnús á flugi. Hér er flugkappinn í háloftunum. Af hæðinni að dæma má ólíklegt teljast að hann hafi verið við smölun þegar myndin var tekin. Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna. Hestar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þótt menn séu farnir að nýta sér nútíma tækni við búnaðarstörf eiga fæstir því að venjast að sjá smala á flugvél reka hross í gerði í óbyggðum. Slíkt er þó ekki alóvenjulegt þegar Magnús Víkingur Grímsson á í hlut en hann rak um hundrað hross inn í gerði á Svínárnesi fyrir tveimur vikum en þau höfðu stungið búhöld sinn, Sigmund Jóhannesson, af. Var Sigmundur á viku yfirreið með hátt á þriðja tug ferðamanna. Þegar hópurinn hallaði höfði í Ásgarði við Kerlingarfjöll gaf girðingin sig og hrossin voru ekki lengi að nýta sér frelsið og tóku á rás. „Við sáum þetta um klukkan sex um morguninn,“ rifjar Sigmundur upp. „Svo ákváðum við að hringja í Magnús og athuga hvort hann gæti fundið hrossin og hann gerði gott betur en það.“ Þegar Magnús sá hrossin úr lofti voru þau komin suður fyrir Svínárnes en þar er gerði gott. „Fyrst ég var kominn á staðinn þá fannst mér við hæfi að koma að einhverju gagni,“ segir Magnús. „Þar sem ég er vanur vatnalendingum ákvað ég að setja vélina niður og framan í hrossalestina. Fremstu hestar risu upp á endann og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svo þegar ég endurtek þennan leik þá eru þeir enn á fullri ferð. Maður kemst náttúrulega í ham við þessar aðstæður, smalamenn kannast við það. Skiptir þá engu hvort smalinn er á hesti eða flugvél. Svo ég geri þetta í fimmtánda sinn, þá staldra hestarnir við svo ég held uppteknum hætti og kem þannig lestinni af stað og rak þá inn í réttina í Svínárnesi sem hefur verið um tíu kílómetra leið. Ég rak þá eftir slóða og hélt þeim við efnið með því að fara í hringi og koma sífellt aftan að þeim. Var ég því feginn að vera einn á ferð því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir þessar hringbunur og var ég sjálfur orðinn ringlaður. En það eina sem Sigmundur þurfti að gera þegar hann kom að gerðinu var að loka hliðinu.“ Sigmundur var heldur en ekki kátur með málavöxtu og var ferðamönnum ekið í Svínárnes og þaðan haldið áfram för eins og ekkert hefði í skorist. Eins og sagan ber með sér er Magnús vanur að fara nýjar leiðir. Hefur hann til dæmis smalað sauðfé á flugvél í sinni búskapartíð. Eins hefur hann boðið upp á eins konar getnaðarflug frá Hrunamannahreppi. Byggðist sú þjónusta á þeirri kenningu að gáfnafar fólks fari eftir því í hvaða hæð það koma undir. Þeim mun hærra þeim mun meiri gáfur. Auglýsti hann þjónustuna í héraðsblaðinu en ekki fer fleiri sögum af henni. Ólíklegt telst þó að orðið „fluggáfaður“ eigi rætur sínar að rekja til þess arna.
Hestar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira