Þráðlist virðist vera talin tengjast konum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 15:30 "Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa,“ segir Ingiríður. Fréttablaðið/Valli Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira