Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:30 Maria segir of margar stúlkur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. Hún vill hætta að flokka konur eftir stærðum. fréttablaðið/Daníel „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria. Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig og ég er ofboðslega ánægð,“ segir fyrirsætan Maria del Carmen Jimenez Pacifico, en Maria gerði samning við módelskrifstofuna Volúme Model Management í gær. Skrifstofan gerir einungis samning við stúlkur í svokölluðum yfirstærðum en það eru stærðir frá 40-48. Maria segir að módelskrifstofan hafi haft samband við sig að fyrra bragði í gegnum aðdáendasíðu sína á Facebook, en þetta var ekki eina stofan sem hafði áhuga. „Það voru fleiri skrifstofur á eftir mér, þar á meðal önnur frá Danmörku, en ég hafði ekki tíma til þess að fara út í viðtöl enda á kafi í skólanum,“ segir Maria, sem stundar nám í leiklist og kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands.Maria flutti hingað til lands frá Kólumbíu fyrir níu árum, en hún á íslenskan stjúpföður. Hún segir allt of margar stelpur hafa áhyggjur af vaxtarlagi sínu. „Fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum. Það er kominn tími til þess að hætta að flokka eftir stærð og stereótýpum. Stelpur eiga að vera ánægðar í eigin skinni,“ segir Maria.
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira