Shakespeare's Globe Theatre sýnir í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júlí 2014 12:30 Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sama gildir um önnur hlutverk í sýningunni. Mynd/Helena Miscioscia Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira