Með boltann undir búðarborðinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júlí 2014 10:00 Stefán Gíslason og Harpa Lind Harðardóttir opna verslun með ítölsk húsgögn í vikunni. Vísir/Arnþór „Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira