Heillaðist af séríslenskri fornri menningu og hjátrú Marín Manda skrifar 25. júní 2014 10:30 Alda Sigmundsdóttir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira