Málþing til minningar um Matthías Viðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 14:00 "Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ segir Dagný. Fréttablaðið/Stefán „Hugmyndin að málþinginu kom frá Soffíu Auði Birgisdóttur og hún kom henni á framfæri við Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ. Við sem þar erum hoppuðum strax upp og sögðum „auðvitað“,“ segir Dagný Kristjánsdóttir prófessor um minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson sem hefði orðið sextugur þann 23. júní. „Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ heldur Dagný áfram. „Hann var svo sterkur karakter, örlátur og yndislegur maður. Líka spennandi fræðimaður og það var sárt að missa hann svona ungan.“ Á dagskránni eru níu fyrirlestrar um hin ýmsu málefni en að sögn Dagnýjar sveima þau öll kringum áhugamál og fræðilegar áherslur Matthíasar. „Hann skrifaði um miðaldirnar, hrylling, gotneskar bókmenntir og geðveiki, svona myrkar hliðar mannlífsins og þingið endurspeglar svolítið hans fræðilegu áherslur.“ Fyrirlestur Dagnýjar nefnist Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar. Hún segir titilinn í anda Matthásar sem hafi átt til að búa til mjög fríkaða fyrirlestra- og greinatitla. „Það sem ég er að tala um er ungur maður og músan hans, efnið er sótt í Mánastein eftir Sjón og spænsku veikina,“ útskýrir hún. Málþingið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og stendur yfir frá klukkan 10 til 16.30. Fyrrilestarnir verða í þessari röð en tekið skal fram að tekið er bæði matar og kaffihlé: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „Hleyptu af / eins og fara gerir“. Um eitt ljóða Sigfúsar Daðasonar, íróníu, samfélag, sögu og tilvist“. Hermann Stefánsson: „Spegill melankólíunnar: Um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik“ Sveinn Yngvi Egilsson: „Svarti engillinn: Depurð og sköpun á 17. öld“ Dagný Kristjánsdóttir: „Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar“ Þröstur Helgason: „Thor og Dieter. Módernísk(t) umbrot“ Birna Bjarnadóttir: „Könnunarleiðangur á töfrafjalli – brot úr skýrslu“ Soffía Auður Birgisdóttir: „Flakk: Um sjálfstjáningu Þórbergs Þórðarsonar“ Guðmundur Sæmundsson: „Er leikin knattspyrna á himnum? Um tengsl íþrótta og trúar“ Ármann Jakobsson: „Skrímslin fara á kreik um leið og skynsemin sofnar: Táningspiltur sér gandreið“ Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Hugmyndin að málþinginu kom frá Soffíu Auði Birgisdóttur og hún kom henni á framfæri við Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ. Við sem þar erum hoppuðum strax upp og sögðum „auðvitað“,“ segir Dagný Kristjánsdóttir prófessor um minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson sem hefði orðið sextugur þann 23. júní. „Það eru tíu ár frá því Matthías Viðar dó og enn er hann svo nærverandi,“ heldur Dagný áfram. „Hann var svo sterkur karakter, örlátur og yndislegur maður. Líka spennandi fræðimaður og það var sárt að missa hann svona ungan.“ Á dagskránni eru níu fyrirlestrar um hin ýmsu málefni en að sögn Dagnýjar sveima þau öll kringum áhugamál og fræðilegar áherslur Matthíasar. „Hann skrifaði um miðaldirnar, hrylling, gotneskar bókmenntir og geðveiki, svona myrkar hliðar mannlífsins og þingið endurspeglar svolítið hans fræðilegu áherslur.“ Fyrirlestur Dagnýjar nefnist Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar. Hún segir titilinn í anda Matthásar sem hafi átt til að búa til mjög fríkaða fyrirlestra- og greinatitla. „Það sem ég er að tala um er ungur maður og músan hans, efnið er sótt í Mánastein eftir Sjón og spænsku veikina,“ útskýrir hún. Málþingið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og stendur yfir frá klukkan 10 til 16.30. Fyrrilestarnir verða í þessari röð en tekið skal fram að tekið er bæði matar og kaffihlé: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „Hleyptu af / eins og fara gerir“. Um eitt ljóða Sigfúsar Daðasonar, íróníu, samfélag, sögu og tilvist“. Hermann Stefánsson: „Spegill melankólíunnar: Um argentínska skáldið Alejöndru Pizarnik“ Sveinn Yngvi Egilsson: „Svarti engillinn: Depurð og sköpun á 17. öld“ Dagný Kristjánsdóttir: „Ástin músanna er köld eins og þær sjálfar“ Þröstur Helgason: „Thor og Dieter. Módernísk(t) umbrot“ Birna Bjarnadóttir: „Könnunarleiðangur á töfrafjalli – brot úr skýrslu“ Soffía Auður Birgisdóttir: „Flakk: Um sjálfstjáningu Þórbergs Þórðarsonar“ Guðmundur Sæmundsson: „Er leikin knattspyrna á himnum? Um tengsl íþrótta og trúar“ Ármann Jakobsson: „Skrímslin fara á kreik um leið og skynsemin sofnar: Táningspiltur sér gandreið“
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira