Sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Hjalti Karlsson. Á meðal þeirra sem Hjalti hefur hannað fyrir eru MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time og GusGus. MYND/Sven Hoffmann Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“ Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“
Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira