Sækir um öll störf auglýst í Reykjavík Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2014 11:30 Liversidge býr og starfar í London en verk hans teygja anga sína í ótal ólíka miðla. Í dag klukkan fimm verður opnuð í i8 sýning á verkum Peters Liversidge. Þetta er fyrsta einkasýning hans í galleríinu, en hún stendur til 9. ágúst. Liversidge býr og starfar í London. „Verk hans eru tilraunakennd í eðli sínu og endurspegla kraft skapandi hugsunar,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8. „Undanfarin sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanlegum hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum. Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi,“ útskýrir Anna Júlía. Fyrir sýningu sína í i8 hefur Peter ritað fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum. „Meðal þeirra verka sem hafa kvikna til lífsins á sýningunni er ljósaskilti með orðunum „BEFORE/AFTER“, sem komið hefur verið fyrir utandyra; litlir bátar unnir úr rekaviði og öðrum reka úr fjörum Reykjavíkur og nágrennis og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað var úr hvítu klettunum við Dover á Suður-Englandi, steypt úr marmarasalla og gipsi.“ Peter hefur oft notfært sér póstþjónustuna við gerð verka sinna og póstleggur þá hluti án þess að þeim sé pakkað sérstaklega inn heldur eru þeir frímerktir eins og þeir koma fyrir. Peter hefur unnið eitt slíkt póstverk fyrir sýninguna. „Sem dæmi um huglægari fyrirmæli að verkum er hugmynd að þriggja daga tónlistarhátíð undir listrænni stjórn listamannsins og annað sem segir: Ég legg það til að sækja um öll störf sem auglýst verða í Reykjavík í júní, júlí og ágúst 2014.“ Nokkur verkanna á sýningunni eru gerð sérstaklega með staðsetningu sýningarinnar í huga, svo sem Rules for Iceland. Þetta er textaverk sem tíundar sautján reglur sem listamaðurinn byggir á reglum og leiðbeiningum sem hann hefur safnað á ferðalögum sínum um heiminn. Verkið verður bæði sýnt sem veggspjald í yfirstærð í galleríinu auk þess verður því dreift í formi plakats vítt og breitt um landið og mun það einnig birtast í nokkrum dagblöðum, hverfa- og héraðsblöðum.Kórverk eftir Liversidge fyrir 30 manna kór verður flutt við sólarlag opnunarkvöldið klukkan 23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt i8. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Í dag klukkan fimm verður opnuð í i8 sýning á verkum Peters Liversidge. Þetta er fyrsta einkasýning hans í galleríinu, en hún stendur til 9. ágúst. Liversidge býr og starfar í London. „Verk hans eru tilraunakennd í eðli sínu og endurspegla kraft skapandi hugsunar,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, í galleríi i8. „Undanfarin sextán ár hefur Liversidge hafið öll verk sín með því að vélrita fyrirmæli fyrir einstök verk eða verkagrúppur. Verkin eru af mörgum toga og teygja anga sína í ótal miðla, þar á meðal í skúlptúra, málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk ýmissa gjörninga. Fyrirmælin eru rituð á gamla ritvél og lýsa allt í senn vel framkvæmanlegum hugmyndum sem og öðrum huglægari og jafnvel ógerlegum. Listamaðurinn setur sér ákveðin tímamörk til að vinna fyrirmæli hverrar sýningar eða verkefnis – og gefur sig að tilteknu rými, staðsetningu eða samfélagi,“ útskýrir Anna Júlía. Fyrir sýningu sína í i8 hefur Peter ritað fyrirmæli að 24 verkum og gjörningum. „Meðal þeirra verka sem hafa kvikna til lífsins á sýningunni er ljósaskilti með orðunum „BEFORE/AFTER“, sem komið hefur verið fyrir utandyra; litlir bátar unnir úr rekaviði og öðrum reka úr fjörum Reykjavíkur og nágrennis og gríma sem er afsteypa af kalksteinum sem safnað var úr hvítu klettunum við Dover á Suður-Englandi, steypt úr marmarasalla og gipsi.“ Peter hefur oft notfært sér póstþjónustuna við gerð verka sinna og póstleggur þá hluti án þess að þeim sé pakkað sérstaklega inn heldur eru þeir frímerktir eins og þeir koma fyrir. Peter hefur unnið eitt slíkt póstverk fyrir sýninguna. „Sem dæmi um huglægari fyrirmæli að verkum er hugmynd að þriggja daga tónlistarhátíð undir listrænni stjórn listamannsins og annað sem segir: Ég legg það til að sækja um öll störf sem auglýst verða í Reykjavík í júní, júlí og ágúst 2014.“ Nokkur verkanna á sýningunni eru gerð sérstaklega með staðsetningu sýningarinnar í huga, svo sem Rules for Iceland. Þetta er textaverk sem tíundar sautján reglur sem listamaðurinn byggir á reglum og leiðbeiningum sem hann hefur safnað á ferðalögum sínum um heiminn. Verkið verður bæði sýnt sem veggspjald í yfirstærð í galleríinu auk þess verður því dreift í formi plakats vítt og breitt um landið og mun það einnig birtast í nokkrum dagblöðum, hverfa- og héraðsblöðum.Kórverk eftir Liversidge fyrir 30 manna kór verður flutt við sólarlag opnunarkvöldið klukkan 23.56 við Reykjavíkurhöfn gegnt i8.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira