Tengir löndin þrjú Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júní 2014 11:00 "Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir Kristinn, sem upphaflega samdi textann á spænsku. Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þegar ég var fenginn til að taka þátt í þessu verkefni sem er styrkt með EES-styrk og peningum sem koma aðallega frá Noregi, þá varð mér hugsað til Kristínar Hákonardóttur, norsku prinsessunnar sem giftist Filippusi konungsbróður í Kastilíu um miðja 13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra aðkomu sína að sýningunni Prinsessan og kynngin sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á fimmtudagskvöldið. „Þessi saga tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og Ísland, þannig að mér fannst liggja beint við að búa eitthvað til í kringum hana.“ Kristinn semur texta verksins og flytur á sviðinu en sagan er túlkuð með miðaldatónlist, flamenkótónlist og flamenkódansi. Spænskir hljómlistarmenn og dansarar fremja flamenkóið: tveir gítarleikarar, söngvari og kröftugur dansari. Þrír tónlistarmenn spila og syngja miðaldatónlistina og dansmær dansar. Kristinn segist ekki vita til þess að miðaldatónlist og flamenkótónlist hafi verið blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að blanda þessu saman varð til vegna þess að Kristín og Filippus settust að í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi ekki verið komin til sögunnar á þeim tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel að láta þessar tvær tónlistartegundir kveðast á.“ Kristinn samdi textann á spænsku en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku og mun flytja hann á því ylhýra á sýningunum hér. „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir hann. „Þegar þetta er komið yfir á íslensku er svo stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og hætt við að maður freistist til að fyrna mál sitt um of, en ég held ég sé nú búinn að finna rétta tóninn.“ Sýningarnar hérlendis verða aðeins tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira