Bíó og sjónvarp

Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Málmhaus er sýnd á kvikmyndahátíðinni.
Málmhaus er sýnd á kvikmyndahátíðinni.
Evrópustofa og Bíó Paradís efna til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í þessum mánuði sem lýkur 10. júní. Hátíðin ferðast um landið en myndirnar sem sýndar verða eru danska myndin Antboy, íslenska verðlaunamyndin Málmhaus og belgíska myndin Broken Circle Breakdown.

Hátíðin hefur verið haldin í tvígang í Reykjavík og á Akureyri og hefur vakið talsverða athygli. Í ár hefur blaðamaður frá breska dagblaðinu The Guardian slegist í för með hátíðarhöldurum og fjallar um hana í sínum miðli.

Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en Antboy er sýnd klukkan 16.00, Málmhaus klukkan 18.00 og Broken Circle Breakdown klukkan 20.00.

Hér fyrir neðan er dagskrá hátíðarinnar:

5. júní - Blönduós

6. júní - Húsavík

7. júní - Vopnafjörður – sýningar hefjast fyrr, eða klukkan 13.00, 15.00 og 17.00

8. júní - Djúpivogur

9. júní - Vík

10. júní - Flúðir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×