Sumardjassinn að hefjast á Jómfrúnni 5. júní 2014 16:30 Byrja sumarið Fley tríó leikur á fyrstu tónleikum sumarsins á Jómfrúnni. Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tveir góðir gestir koma fram á tónleikunum, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, þekktur úr hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó og landi og flytur nokkur lög úr amerísku söngbókinni og sígrænar perlur úr frjóum jarðvegi djassins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardaginn. Þetta er nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Tónleikar verða alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Tveir góðir gestir koma fram á tónleikunum, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, þekktur úr hljómsveitunum Hjaltalín og Gus Gus. Fleyið kemur við bæði á sjó og landi og flytur nokkur lög úr amerísku söngbókinni og sígrænar perlur úr frjóum jarðvegi djassins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira