Hátískuheimurinn lofar fatnað úr laxaroði Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hlaut hæstu úthlutun úr hönnunarsjóði í gær en styrkurinn hljóðar upp á 2,5 milljónir. „Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira