Eiður enn inn í myndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson. Fréttablaðið/Daníel „Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
„Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira