Safnar fyrir námi með tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:00 Þetta verða klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Ágústa Dómhildur. Fréttablaðið/GVA „Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira