Viðskiptin við IBM námu 70 milljónum Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2014 13:00 Bæjarstjóri Garðabæjar segir góða rekstrarniðurstöðu staðfesta fyrirmyndar verklag. Vísir/Rósa Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í gær um kaup Garðabæjar á vörum og þjónustu frá Nýherja. Gerir Gunnar athugasemdir við fréttina og segja hana byggða á misskilningi. Fram kemur í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum að Garðabær hafi gert samninga við IBM Danmark A/S, fyrirtæki sem Nýherji þjónustar á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Garðabær hefði gert samninga við Nýherja um tölvu- og þjónustukaup að fjárhæð 120 milljónir króna á kjörtímabilinu 2006-2010. Fram kemur í tilkynningu að samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á þessu tímabili um 50 milljónum króna, er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiss konar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Þeir samningar sem Fréttablaðið hefur undir höndum milli Garðabæjar og IBM Danmark A/S nema samtals um 70 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu að samningarnir beri vexti og í einhverjum tilvikum séu þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010, það sé því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Rétt er að taka fram að Nýherji er þjónustuaðili IBM Danmark A/S og á heimasíðu IBM í Danmörku er Nýherji titlaður sem slíkur. Rétt hefði verið að taka það fram í fréttinni í gær. Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggjast á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Lög um opinber innkaup voru samþykkt árið 2007. Þremur árum seinna, eða árið 2010 setti Garðabær sér reglur um opinber innkaup. Nágrannasveitarfélögin Hafnarfjörður og Reykjavík settu sér álíka reglur árið 2005 svo dæmi séu tekin. „Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði,“ segir í yfirlýsingu bæjarstjóra. Gunnar Einarsson svaraði ekki spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað. *Uppfært 14.50: Eftirfarandi barst frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ í tengslum við málið:Það er rétt að fram komi að Erling Ásgeirsson hefur ekki setið beggja vegna borðsins í þessu máli. Erling var einn af fjórum framkvæmdastjórum hjá Nýherja á árunum 2006-2008 og heyrði undir forstjóra. Erling var framkvæmdastjóri Notendalausna Nýherja og hafði yfirumsjón með innkaupum fyrirtækisins; einkum fyrir einstaklingsmarkað. Bein sala til viðskiptavina var ekki á hans borði. Frá og með haustinu 2008 tók Erling við stöðu framkvæmdastjóra Sense, sem var dótturfélag Nýherja á þeim tíma, en Sense annaðist ekki sölu á tölvubúnaði. Hvað viðvíkur ákvörðun bæjarráðs þá vék Erling ávallt af fundum þegar slík mál voru til umræðu. Hægt er að skoða fundargerðir bæjarráðs því til sönnunar.Þá vill flokkurinn koma því á fram færi að M-listann hafi óskað eftir sundurliðun á 50,5 milljóna króna innkaupum Nýherja og dótturfélaga sl. fjögur ár í ágúst 2010. M-listanum hafi því löngu verið ljóst að viðskiptin við Nýherja og dótturfélög voru að upphæð 50,5 milljónir á fimm ára tímabili tímabili (2006-2010 að báðum árum meðtöldum). Fékk M-listinn sundurliðuð svör við þessari fyrirspurn, þar sem skýrt kemur fram að upphæðin á ári hverju fer aldrei yfir 13,2 m.kr. og er vel undir þeirri fjárhæð flest árin. Að öðru leyti er vísað í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í gær. Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í gær um kaup Garðabæjar á vörum og þjónustu frá Nýherja. Gerir Gunnar athugasemdir við fréttina og segja hana byggða á misskilningi. Fram kemur í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum að Garðabær hafi gert samninga við IBM Danmark A/S, fyrirtæki sem Nýherji þjónustar á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Garðabær hefði gert samninga við Nýherja um tölvu- og þjónustukaup að fjárhæð 120 milljónir króna á kjörtímabilinu 2006-2010. Fram kemur í tilkynningu að samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á þessu tímabili um 50 milljónum króna, er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiss konar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Þeir samningar sem Fréttablaðið hefur undir höndum milli Garðabæjar og IBM Danmark A/S nema samtals um 70 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu að samningarnir beri vexti og í einhverjum tilvikum séu þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010, það sé því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Rétt er að taka fram að Nýherji er þjónustuaðili IBM Danmark A/S og á heimasíðu IBM í Danmörku er Nýherji titlaður sem slíkur. Rétt hefði verið að taka það fram í fréttinni í gær. Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggjast á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Lög um opinber innkaup voru samþykkt árið 2007. Þremur árum seinna, eða árið 2010 setti Garðabær sér reglur um opinber innkaup. Nágrannasveitarfélögin Hafnarfjörður og Reykjavík settu sér álíka reglur árið 2005 svo dæmi séu tekin. „Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði,“ segir í yfirlýsingu bæjarstjóra. Gunnar Einarsson svaraði ekki spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað. *Uppfært 14.50: Eftirfarandi barst frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ í tengslum við málið:Það er rétt að fram komi að Erling Ásgeirsson hefur ekki setið beggja vegna borðsins í þessu máli. Erling var einn af fjórum framkvæmdastjórum hjá Nýherja á árunum 2006-2008 og heyrði undir forstjóra. Erling var framkvæmdastjóri Notendalausna Nýherja og hafði yfirumsjón með innkaupum fyrirtækisins; einkum fyrir einstaklingsmarkað. Bein sala til viðskiptavina var ekki á hans borði. Frá og með haustinu 2008 tók Erling við stöðu framkvæmdastjóra Sense, sem var dótturfélag Nýherja á þeim tíma, en Sense annaðist ekki sölu á tölvubúnaði. Hvað viðvíkur ákvörðun bæjarráðs þá vék Erling ávallt af fundum þegar slík mál voru til umræðu. Hægt er að skoða fundargerðir bæjarráðs því til sönnunar.Þá vill flokkurinn koma því á fram færi að M-listann hafi óskað eftir sundurliðun á 50,5 milljóna króna innkaupum Nýherja og dótturfélaga sl. fjögur ár í ágúst 2010. M-listanum hafi því löngu verið ljóst að viðskiptin við Nýherja og dótturfélög voru að upphæð 50,5 milljónir á fimm ára tímabili tímabili (2006-2010 að báðum árum meðtöldum). Fékk M-listinn sundurliðuð svör við þessari fyrirspurn, þar sem skýrt kemur fram að upphæðin á ári hverju fer aldrei yfir 13,2 m.kr. og er vel undir þeirri fjárhæð flest árin. Að öðru leyti er vísað í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í gær.
Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira