Að skapa saman betri framtíð um allt Ísland Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:30 Fréttablaðið/GVA „Rauði þráðurinn í starfsemi Landsbyggðarvina er verkefni sem heitir Heimabyggðin mín. Því er ætlað að fá unga fólkið í hugmyndasmíð til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland,“ segir Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðarvina og lýsir fyrirkomulagi verkefnisins nánar. „Verkefnið hefst á hugmyndavinnu nemenda í nokkrum skólum. Oftast byrja tíu til tólf skólar á haustin, hámarkið er tólf. Alltaf detta einhverjir úr og kalla má gott ef átta skólar skila fyrri hluta verkefnisins. Þar lýsa nemendur leiðum til að efla nærumhverfi sitt þannig að það njóti sín sem best í framtíðinni.“ Þegar Fríða Vala kynnir verkefnið á haustin kveðst hún hvetja krakkana til að vera í góðu sambandi við afa og ömmur, frændur og frænkur.Hólmvíkingarnir Bára Örk Melsted, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Ísak Leví Þrastarson.Mynd/Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir„Þó þeir fari kannski ekki eftir öllu sem eldra fólkið segi er mikilvægt að grufla aðeins í fortíðinni þegar horft er til framtíðar. Ég er næringarfræðingur og hugsa þetta svolítið sem næringu. Við þurfum frumefni og svo matreiðum við það sem okkur hentar,“ útskýrir hún. Hún kveðst líka biðja nemendur að líta til yngri barna og spyrja sig hvernig þau vilji hafa hlutina þegar þau komast á legg – eða þegar þeir sjálfir fara að eignast börn. Skil á hugmyndavinnunni eru í desember og krakkarnir þurfa að koma henni vel frá sér, að sögn formannsins. „Nokkrar hugmyndir eru valdar úr og þróaðar áfram og undir vor fer dómnefnd milli skóla og metur afraksturinn.“Öræfingarnir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson.Mynd/Svavar SigurjónssonNýlega lauk Heimabyggðarverkefninu þetta árið. Grunnskólarnir á Hólmavík og í Hofgarði í Öræfum skiptu með sér fyrstu verðlaununum, 100 þúsund krónum sem landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytið lagði til. Viðurkenningar hlutu líka Víðistaðaskóli í Hafnarfirði og Grunnskólinn í Hrísey. Verðlaunahugmynd Hólmvíkinga nefnist Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík og gengur meðal annars út á útgáfu bókar sem allir bæjarbúar, 373 að tölu, leggi til efni í. Verkefni Öræfinga snýst um sögusafn þar sem upplýsingum um bæina í sveitinni yrðu gerð skil með skemmtilegum hætti á veitingastað þar sem heimaafurðir væru meðal annars á borðum. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Rauði þráðurinn í starfsemi Landsbyggðarvina er verkefni sem heitir Heimabyggðin mín. Því er ætlað að fá unga fólkið í hugmyndasmíð til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland,“ segir Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðarvina og lýsir fyrirkomulagi verkefnisins nánar. „Verkefnið hefst á hugmyndavinnu nemenda í nokkrum skólum. Oftast byrja tíu til tólf skólar á haustin, hámarkið er tólf. Alltaf detta einhverjir úr og kalla má gott ef átta skólar skila fyrri hluta verkefnisins. Þar lýsa nemendur leiðum til að efla nærumhverfi sitt þannig að það njóti sín sem best í framtíðinni.“ Þegar Fríða Vala kynnir verkefnið á haustin kveðst hún hvetja krakkana til að vera í góðu sambandi við afa og ömmur, frændur og frænkur.Hólmvíkingarnir Bára Örk Melsted, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Ísak Leví Þrastarson.Mynd/Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir„Þó þeir fari kannski ekki eftir öllu sem eldra fólkið segi er mikilvægt að grufla aðeins í fortíðinni þegar horft er til framtíðar. Ég er næringarfræðingur og hugsa þetta svolítið sem næringu. Við þurfum frumefni og svo matreiðum við það sem okkur hentar,“ útskýrir hún. Hún kveðst líka biðja nemendur að líta til yngri barna og spyrja sig hvernig þau vilji hafa hlutina þegar þau komast á legg – eða þegar þeir sjálfir fara að eignast börn. Skil á hugmyndavinnunni eru í desember og krakkarnir þurfa að koma henni vel frá sér, að sögn formannsins. „Nokkrar hugmyndir eru valdar úr og þróaðar áfram og undir vor fer dómnefnd milli skóla og metur afraksturinn.“Öræfingarnir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson.Mynd/Svavar SigurjónssonNýlega lauk Heimabyggðarverkefninu þetta árið. Grunnskólarnir á Hólmavík og í Hofgarði í Öræfum skiptu með sér fyrstu verðlaununum, 100 þúsund krónum sem landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytið lagði til. Viðurkenningar hlutu líka Víðistaðaskóli í Hafnarfirði og Grunnskólinn í Hrísey. Verðlaunahugmynd Hólmvíkinga nefnist Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík og gengur meðal annars út á útgáfu bókar sem allir bæjarbúar, 373 að tölu, leggi til efni í. Verkefni Öræfinga snýst um sögusafn þar sem upplýsingum um bæina í sveitinni yrðu gerð skil með skemmtilegum hætti á veitingastað þar sem heimaafurðir væru meðal annars á borðum.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira