Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Barnabækur eru mest lánaðar auk bóka mikilsvirtra þýðenda. fréttablaðið/gva Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira