Áhugi á listum vaknaði heima á Hólum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 13:00 Þótt brátt komi að því að Guðbjörg hætti á Gerðarsafni sér hún fram á spennandi verkefni. Fréttablaðið/GVA „Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira