Verk fimmtíu samtímalistamanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:30 "Það er forvitnilegt að sjá hvernig þessi verk tala saman,“ segir Klara Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Listasafns Reykjavíkur. Vísir/GVA Þetta eru tæplega fimmtíu verk eftir jafnmarga listamenn frá tímabilinu 1970 til 2010,“ segir Klara Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Listasafns Reykjavíkur, um sýninguna Þín samsetta sjón sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Verkin eru öll úr safneign Listasafnsins og margir af þekktustu starfandi listamönnum landsins eiga verk á sýningunni. Þar má nefna Ólaf Elíasson, en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbbinn, Gabríelu Friðriksdóttur og Hrein Friðfinnsson. „Hafþór Yngvason, sem er sýningarstjóri, vildi að þetta væru verk sem komu fram eftir SÚM-kynslóðina,“ segir Klara. „Og það vildi svo til að elsta verkið, sem er eftir Sigurð Guðmundsson, er frá 1970. Það má segja að þetta sé rjóminn af safneigninni frá þessu tímabili, það er ekkert beint þema.“ Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, miðlarnir margir og viðfangsefnin ólík. Hér má sjá staðbundnar innsetningar, minimalíska skúlptúra, hugmyndalist í ýmsum miðlum, gjörningatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Viðfangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóðfélagsádeilu og afbyggingar viðtekinna hugmynda um „norðrið“ og íslenskan menningararf. „Þetta er mjög stór sýning og langt síðan sett hefur verið upp sýning þar sem allir þessir íslensku listamenn mætast,“ segir Klara. „Þeir eru mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að spretta upp úr svipuðum hugmyndagrunni þannig að það er forvitnilegt að sjá hvernig þessi verk tala saman.“ Í heild teljast um sautján þúsund verk til safneignar Listasafns Reykjavíkur, hvar eru þau milli þess sem settar eru upp sýningar á þeim? „Þau eru í geymslum eða í láni á öðrum sýningum, en það er eitt af hlutverkum safnsins að lána verk, sjá til þess að þau komi heil til baka og varðveita þau,“ segir Klara. „Þótt sum þessara verka hafi verið sýnd á undanförnum árum þá er merkilegt að sjá þau í þessari heild. Við erum náttúrulega alltaf að leitast við að skrifa söguna og skoða samhengi hlutanna eða hvort það sé eitthvert samhengi yfirhöfuð. Það má vissulega sjá ákveðna samkennd milli verkanna og þótt oft sé erfitt að setja puttann á það hvað það nákvæmlega er sem tengir öll þessi verk er hér komin sýning sem virkilega reynir á það að maður skoði samhengið í myndlistarsögunni. Ég þykist allavega sjá ákveðna orðræðu sem hefur skapast hér á Íslandi þessa hálfu öld og þessi verk eru sprottin upp úr. SÚM-kynslóðin breytti viðhorfi fólks til myndlistar á sjöunda áratugnum og þessi sýning sýnir vel hvernig þróunin hefur verið síðan þá.“ Opnunin hefst klukkan 16 í dag og sýningin stendur til 7. september. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta eru tæplega fimmtíu verk eftir jafnmarga listamenn frá tímabilinu 1970 til 2010,“ segir Klara Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Listasafns Reykjavíkur, um sýninguna Þín samsetta sjón sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Verkin eru öll úr safneign Listasafnsins og margir af þekktustu starfandi listamönnum landsins eiga verk á sýningunni. Þar má nefna Ólaf Elíasson, en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbbinn, Gabríelu Friðriksdóttur og Hrein Friðfinnsson. „Hafþór Yngvason, sem er sýningarstjóri, vildi að þetta væru verk sem komu fram eftir SÚM-kynslóðina,“ segir Klara. „Og það vildi svo til að elsta verkið, sem er eftir Sigurð Guðmundsson, er frá 1970. Það má segja að þetta sé rjóminn af safneigninni frá þessu tímabili, það er ekkert beint þema.“ Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, miðlarnir margir og viðfangsefnin ólík. Hér má sjá staðbundnar innsetningar, minimalíska skúlptúra, hugmyndalist í ýmsum miðlum, gjörningatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Viðfangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóðfélagsádeilu og afbyggingar viðtekinna hugmynda um „norðrið“ og íslenskan menningararf. „Þetta er mjög stór sýning og langt síðan sett hefur verið upp sýning þar sem allir þessir íslensku listamenn mætast,“ segir Klara. „Þeir eru mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að spretta upp úr svipuðum hugmyndagrunni þannig að það er forvitnilegt að sjá hvernig þessi verk tala saman.“ Í heild teljast um sautján þúsund verk til safneignar Listasafns Reykjavíkur, hvar eru þau milli þess sem settar eru upp sýningar á þeim? „Þau eru í geymslum eða í láni á öðrum sýningum, en það er eitt af hlutverkum safnsins að lána verk, sjá til þess að þau komi heil til baka og varðveita þau,“ segir Klara. „Þótt sum þessara verka hafi verið sýnd á undanförnum árum þá er merkilegt að sjá þau í þessari heild. Við erum náttúrulega alltaf að leitast við að skrifa söguna og skoða samhengi hlutanna eða hvort það sé eitthvert samhengi yfirhöfuð. Það má vissulega sjá ákveðna samkennd milli verkanna og þótt oft sé erfitt að setja puttann á það hvað það nákvæmlega er sem tengir öll þessi verk er hér komin sýning sem virkilega reynir á það að maður skoði samhengið í myndlistarsögunni. Ég þykist allavega sjá ákveðna orðræðu sem hefur skapast hér á Íslandi þessa hálfu öld og þessi verk eru sprottin upp úr. SÚM-kynslóðin breytti viðhorfi fólks til myndlistar á sjöunda áratugnum og þessi sýning sýnir vel hvernig þróunin hefur verið síðan þá.“ Opnunin hefst klukkan 16 í dag og sýningin stendur til 7. september. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira