Allt gert í tölvum nema tenórinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:00 Þuríður Jónsdóttir, Ólöf Nordal, Gunnar Guðbjörnsson og Gunnar Karlsson í dulúðugum aðstæðum. Fréttablaðið/Valli „Þetta er upplifunarverk sem byggist á hreyfimyndum og músík. Í því sökkvum við niður í djúp þar sem við fylgjumst með lífshlaupi furðuvera,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður um sýninguna Lusus naturae sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Sýningin er sköpunarverk þeirra þriggja, Ólafar, Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og Gunnars Karlssonar myndlistarmanns. „Við Þuríður og Gunnar höfum unnið talsvert saman áður og eigum okkur vinnulag,“ segir Ólöf. Þrisvar á sýningartímanum mun Gunnar Guðbjörnsson tenór verða á staðnum, ásamt Snorra Heimissyni kontrafagottleikara og Íslenska flautukórnum, og magna áhrifin af upplifuninni sem þrívíddin og hljóðmyndin sem fyrir er skapar. Á öðrum tímum verður flutningur þeirra spilaður af bandi. Lusus naturae er latneskt hugtak. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari náttúrunnar, þegar náttúran bregður á leik, að sögn Ólafar. Hún segir hugtakið eldgamalt og eiga uppruna sinn í furðusöfnum þar sem öllu ægði saman og voru forverar safna eins og við þekkjum í dag. „Við erum að gera nokkurs konar skrípamyndir en með alvarlegum undirtóni þó. Þarna eru dýr, samsett aðallega úr líkamshlutum manneskju, þau eru hálfgert að sökkva og maður veit ekki hvort þetta eru forsöguleg fyrirbæri, framtíðarsýn eða okkar innra landslag.“ Allt er gert í tölvum nema þegar tenórinn kemur og hans fylgdarlið. „Við höfum tekið alla orðræðu út úr þessu verki og eftir stendur mynd, hljóð og tónaljóð.“ Við gerð verksins nutu listamennirnir stuðnings Starfslaunasjóðs listamanna og Myndlistarsjóðs auk þess sem kvikmyndafyrirtækið GunHil kom að framleiðslu verksins. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014. Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Þetta er upplifunarverk sem byggist á hreyfimyndum og músík. Í því sökkvum við niður í djúp þar sem við fylgjumst með lífshlaupi furðuvera,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður um sýninguna Lusus naturae sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Sýningin er sköpunarverk þeirra þriggja, Ólafar, Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og Gunnars Karlssonar myndlistarmanns. „Við Þuríður og Gunnar höfum unnið talsvert saman áður og eigum okkur vinnulag,“ segir Ólöf. Þrisvar á sýningartímanum mun Gunnar Guðbjörnsson tenór verða á staðnum, ásamt Snorra Heimissyni kontrafagottleikara og Íslenska flautukórnum, og magna áhrifin af upplifuninni sem þrívíddin og hljóðmyndin sem fyrir er skapar. Á öðrum tímum verður flutningur þeirra spilaður af bandi. Lusus naturae er latneskt hugtak. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari náttúrunnar, þegar náttúran bregður á leik, að sögn Ólafar. Hún segir hugtakið eldgamalt og eiga uppruna sinn í furðusöfnum þar sem öllu ægði saman og voru forverar safna eins og við þekkjum í dag. „Við erum að gera nokkurs konar skrípamyndir en með alvarlegum undirtóni þó. Þarna eru dýr, samsett aðallega úr líkamshlutum manneskju, þau eru hálfgert að sökkva og maður veit ekki hvort þetta eru forsöguleg fyrirbæri, framtíðarsýn eða okkar innra landslag.“ Allt er gert í tölvum nema þegar tenórinn kemur og hans fylgdarlið. „Við höfum tekið alla orðræðu út úr þessu verki og eftir stendur mynd, hljóð og tónaljóð.“ Við gerð verksins nutu listamennirnir stuðnings Starfslaunasjóðs listamanna og Myndlistarsjóðs auk þess sem kvikmyndafyrirtækið GunHil kom að framleiðslu verksins. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014.
Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira