Samfaramyndir sendar á milli vina á Snapchat Snærós Sindradóttir skrifar 15. maí 2014 00:01 Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira