Safnrit, vísindaskáldsaga, smásagnasafn og prósaljóðabók Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. maí 2014 12:00 Hermann Stefánsson: "Það er nefnilega yfirlýst stefna ritnefndar tímaritraðarinnar 1005 að þar birtist textar sem eru á einhverjum mörkum.“ Vísir/GVA Að þessu sinni fá lesendur fjögur verk í einum pakka, smásagnasafnið Rússneski þátturinn eftir Braga Ólafsson, safnritið Styttri ferðir þar sem 27 höfundar og þýðendur leggja fram efni, íslenska þýðingu á hinni klassísku skáldsögu Uppfinning Morels eftir argentínska rithöfundinn Adolfo Bioy Casares og loks Hjarðljóð úr Vesturbænum eftir Svein Yngva Egilsson,“ útskýrir Hermann Stefánsson rithöfundur, einn ritnefndarmeðlima 1005 og þýðandi skáldsögu Casares, sem er vísindaskáldsaga frá árinu 1940. „Þessi saga gæti hafa verið skrifuð í gær,“ segir Hermann spurður um efni skáldsögunnar. „Bróðir minn benti mér á hana fyrir nokkrum árum, ég las hana og varð algjörlega gagntekinn. Þetta er mjög virt bók og í formálanum að henni sem er eftir Borges fullyrðir hann að hún sé fullkomin. Síðar tók Octavio Paz, og fleiri reyndar, undir þá skoðun.“ Nýtt smásagnasafn eftir Braga Ólafsson sætir tíðindum en hann hefur ekki birt smásögur síðan Við hinir einkennisklæddu kom út árið 2003. „Bragi snýr nú aftur til þessa forms og er sjálfur í fantaformi,“ segir Hermann. „Hann hefur, eins og allir vita, einstakan tón og þótt það sé klisja að segja að sögur hans einkennist af vandræðagangi þá er allavega óhætt að segja að hann lýsi sitúasjónum sem verða mjög einkennilegar á þennan sérstaka hátt sem Braga er einum lagið.“ Í Styttri ferðum er mikið safn stuttra verka eftir íslenska og erlenda höfunda og má nefna Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Johannes V. Jensen og Italio Calvino sem dæmi. Ekki er þó gefið upp hvaða höfundur skrifar hvaða texta og kallar ritnefnd 1005 bókina stærstu bókmenntagetraun allra tíma. „Allt eru þetta ferðasögur en af mjög stuttum ferðum,“ segir Hermann. „Sú stysta lýsir ferð upp einn stiga. Við Sigurbjörg Þrastardóttir, sem ritstýrði safnritinu með mér, erum svo miklir unglingar að við birtum bara lista yfir höfunda en segjum ekki hver á hvaða ferðasögu. Þannig að þetta er getraun og það eru verðlaun í boði fyrir þann sem kemst næst því að giska á hver á hvað.“ Síðast en ekki síst er í 1005 safn prósaljóða eftir Svein Yngva Egilsson, sem ekki hefur sent frá sér ljóðabók síðan 1993. „Ég er svo gæfusamur í lífinu að hafa keypt fyrstu og hingað til einu ljóðabók Sveins Yngva, Aðflutt landslag, og lesið hana aftur og aftur mér til mikillar ánægju,“ segir Hermann. „En ég geymdi mér þessa til að eiga eftir að lesa eitthvað í heftinu þegar það kemur út. Þetta eru stuttir lýrískir prósar á mörkum ljóðsins. Það er nefnilega yfirlýst stefna ritnefndar tímaritraðarinnar 1005 að þar birtist textar sem eru á einhverjum mörkum og erfitt að negla niður í einhverjar ákveðnar bókmenntaskilgreiningar.“ Heftið kemur út í 300 númeruðum eintökum, sem er aukning um hundrað eintök síðan í fyrra, enda er fyrsti árgangur 1005 löngu uppseldur, bæði pappírsútgáfan og sú rafræna. Þeir sem missa af því að tryggja sér eintak af 2014 árganginum þurfa þó ekki að örvænta strax því fyrirhugað er að hann verði fáanlegur á rafrænu formi innan skamms. Útgáfudagur er á morgun, 10. maí, en nafn ritraðarinnar er einmitt dregið af árlegum útgáfudegi: 10.05. Fagnaður í tilefni útgáfunnar verður klukkan 16 á morgun á þeim óvanalega stað Umferðarmiðstöðinni B.S.Í. Hví var ákveðið að halda samkvæmið þar? „B.S.Í. er aðalmenningarsetur Íslands,“ fullyrðir Hermann. „Þar er íslensk menning í hnotskurn. Þessi blanda af franskri brasserísstemningu frá París og íslenskri landsbyggðarumferðarmiðstöð. Þess utan þá rímar staðsetningin mjög vel við Styttri ferðir. Það er þarna sem menn hefja ferðina og ljúka henni líka. Getum við ekki sagt að lífið hefjist og því ljúki á B.S.Í.?“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Að þessu sinni fá lesendur fjögur verk í einum pakka, smásagnasafnið Rússneski þátturinn eftir Braga Ólafsson, safnritið Styttri ferðir þar sem 27 höfundar og þýðendur leggja fram efni, íslenska þýðingu á hinni klassísku skáldsögu Uppfinning Morels eftir argentínska rithöfundinn Adolfo Bioy Casares og loks Hjarðljóð úr Vesturbænum eftir Svein Yngva Egilsson,“ útskýrir Hermann Stefánsson rithöfundur, einn ritnefndarmeðlima 1005 og þýðandi skáldsögu Casares, sem er vísindaskáldsaga frá árinu 1940. „Þessi saga gæti hafa verið skrifuð í gær,“ segir Hermann spurður um efni skáldsögunnar. „Bróðir minn benti mér á hana fyrir nokkrum árum, ég las hana og varð algjörlega gagntekinn. Þetta er mjög virt bók og í formálanum að henni sem er eftir Borges fullyrðir hann að hún sé fullkomin. Síðar tók Octavio Paz, og fleiri reyndar, undir þá skoðun.“ Nýtt smásagnasafn eftir Braga Ólafsson sætir tíðindum en hann hefur ekki birt smásögur síðan Við hinir einkennisklæddu kom út árið 2003. „Bragi snýr nú aftur til þessa forms og er sjálfur í fantaformi,“ segir Hermann. „Hann hefur, eins og allir vita, einstakan tón og þótt það sé klisja að segja að sögur hans einkennist af vandræðagangi þá er allavega óhætt að segja að hann lýsi sitúasjónum sem verða mjög einkennilegar á þennan sérstaka hátt sem Braga er einum lagið.“ Í Styttri ferðum er mikið safn stuttra verka eftir íslenska og erlenda höfunda og má nefna Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Johannes V. Jensen og Italio Calvino sem dæmi. Ekki er þó gefið upp hvaða höfundur skrifar hvaða texta og kallar ritnefnd 1005 bókina stærstu bókmenntagetraun allra tíma. „Allt eru þetta ferðasögur en af mjög stuttum ferðum,“ segir Hermann. „Sú stysta lýsir ferð upp einn stiga. Við Sigurbjörg Þrastardóttir, sem ritstýrði safnritinu með mér, erum svo miklir unglingar að við birtum bara lista yfir höfunda en segjum ekki hver á hvaða ferðasögu. Þannig að þetta er getraun og það eru verðlaun í boði fyrir þann sem kemst næst því að giska á hver á hvað.“ Síðast en ekki síst er í 1005 safn prósaljóða eftir Svein Yngva Egilsson, sem ekki hefur sent frá sér ljóðabók síðan 1993. „Ég er svo gæfusamur í lífinu að hafa keypt fyrstu og hingað til einu ljóðabók Sveins Yngva, Aðflutt landslag, og lesið hana aftur og aftur mér til mikillar ánægju,“ segir Hermann. „En ég geymdi mér þessa til að eiga eftir að lesa eitthvað í heftinu þegar það kemur út. Þetta eru stuttir lýrískir prósar á mörkum ljóðsins. Það er nefnilega yfirlýst stefna ritnefndar tímaritraðarinnar 1005 að þar birtist textar sem eru á einhverjum mörkum og erfitt að negla niður í einhverjar ákveðnar bókmenntaskilgreiningar.“ Heftið kemur út í 300 númeruðum eintökum, sem er aukning um hundrað eintök síðan í fyrra, enda er fyrsti árgangur 1005 löngu uppseldur, bæði pappírsútgáfan og sú rafræna. Þeir sem missa af því að tryggja sér eintak af 2014 árganginum þurfa þó ekki að örvænta strax því fyrirhugað er að hann verði fáanlegur á rafrænu formi innan skamms. Útgáfudagur er á morgun, 10. maí, en nafn ritraðarinnar er einmitt dregið af árlegum útgáfudegi: 10.05. Fagnaður í tilefni útgáfunnar verður klukkan 16 á morgun á þeim óvanalega stað Umferðarmiðstöðinni B.S.Í. Hví var ákveðið að halda samkvæmið þar? „B.S.Í. er aðalmenningarsetur Íslands,“ fullyrðir Hermann. „Þar er íslensk menning í hnotskurn. Þessi blanda af franskri brasserísstemningu frá París og íslenskri landsbyggðarumferðarmiðstöð. Þess utan þá rímar staðsetningin mjög vel við Styttri ferðir. Það er þarna sem menn hefja ferðina og ljúka henni líka. Getum við ekki sagt að lífið hefjist og því ljúki á B.S.Í.?“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira