Freyr: Leikur upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 08:30 Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar okkar á æfingu í Nyon. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson „Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
„Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira