Stofnar Atvinnuleikhús á Snæfellsnesi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. maí 2014 10:30 Kári Viðarsson: "Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“ Mynd/Drífa Þetta verður náttúrulega ekki eins stórt og dýrt og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið en ég held það sé alveg grundvöllur fyrir því að reka atvinnuleikhús á Snæfellsnesi,“ segir Kári Viðarsson leikari sem fest hefur kaup á gömlu frystihúsi á Rifi og hyggst reka þar leikhús, menningarmiðstöð og farfuglaheimili. „Ég hef í huga ýmsar erlendar fyrirmyndir, til dæmis leikhús sem túra með sýningar og meiningin er að gera það í og með.“ Fyrsta frumsýningin í nýja leikhúsinu verður eftir rúma viku þegar Kári tekur aftur upp einleik sinn, Hetju, sem frumsýndur var við góðan orðstír árið 2010. „Ég ætla að sýna hann til skiptis á íslensku og ensku í sumar,“ segir hann, „og reyna þannig að höfða bæði til íslenskra og erlendra ferðamanna sem nóg er af hér á Nesinu yfir sumartímann. Farfuglaheimilið verður líka opnað í sumar og svo er ég að vinna í tveimur leiksýningum sem verða frumsýndar annars vegar í haust og hins vegar eftir áramótin.“Ekki getur einn maður verið heilt atvinnuleikhús, eða hvað? „Nei, nei, nei, enda hef ég aldrei verið aleinn hérna,“ segir Kári. „Ég er alltaf með gott fólk sem vinnur með mér. Ég er búinn að gera fjórar sýningar hérna í Frystiklefanum og það kemur auðvitað fleira fólk inn í þetta og vinnur með mér að verkefnunum. Auk þess koma hér aðrir listamenn og vinna að sínum verkefnum og þannig verður þetta áfram.“ Kári er uppalinn á Hellisandi og vann sem unglingur í frystihúsinu á Rifi sem hann nú rekur leikhúsið í. Eftir leiklistarnám í London segist hann hafa langað að gera sýningu til að koma sjálfum sér á kortið og þá hafi legið beint við að fara í heimabæinn til þess. „Ég reyndar bý ekki hér heldur í Reykjavík þar sem ég vinn á veturna,“ segir hann. „En Hetja er byggð á sögu Bárðar Snæfellsáss og þegar ég fór að setja hana upp fékk ég leyfi til að nota frystiklefann hér í gamla frystihúsinu sem ég á núna. Eftir þá sýningu fór boltinn að rúlla og ég fékk þá hugmynd að það gæti verið gaman að gera meira með þetta hús og reyna að auka menningarflóruna á Snæfellsnesi. Svo kom að því að ég þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég ætlaði að halda áfram að vera bara með eina sýningu á ári, eða hvort ég vildi fara lengra með þetta verkefni og það varð sem sagt niðurstaðan að starfrækja hér menningarmiðstöð og atvinnuleikhús.“ Húsnæðið er 600 m2 og inniheldur aðstöðu fyrir farfuglaheimili, rúmgóðan almenning og þrjá sýningarsali, þar á meðal tónleikasal sem getur tekið 4-500 áhorfendur. Kári er mjög spenntur fyrir verkefninu og vinnur myrkranna á milli til að koma húsinu í það stand sem þarf til að fá öll tilskilin leyfi fyrir reksturinn. „Ég er bara á haus hérna við að setja upp öryggisbúnað, smíða og brjóta niður veggi og allt sem því fylgir. Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Þetta verður náttúrulega ekki eins stórt og dýrt og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið en ég held það sé alveg grundvöllur fyrir því að reka atvinnuleikhús á Snæfellsnesi,“ segir Kári Viðarsson leikari sem fest hefur kaup á gömlu frystihúsi á Rifi og hyggst reka þar leikhús, menningarmiðstöð og farfuglaheimili. „Ég hef í huga ýmsar erlendar fyrirmyndir, til dæmis leikhús sem túra með sýningar og meiningin er að gera það í og með.“ Fyrsta frumsýningin í nýja leikhúsinu verður eftir rúma viku þegar Kári tekur aftur upp einleik sinn, Hetju, sem frumsýndur var við góðan orðstír árið 2010. „Ég ætla að sýna hann til skiptis á íslensku og ensku í sumar,“ segir hann, „og reyna þannig að höfða bæði til íslenskra og erlendra ferðamanna sem nóg er af hér á Nesinu yfir sumartímann. Farfuglaheimilið verður líka opnað í sumar og svo er ég að vinna í tveimur leiksýningum sem verða frumsýndar annars vegar í haust og hins vegar eftir áramótin.“Ekki getur einn maður verið heilt atvinnuleikhús, eða hvað? „Nei, nei, nei, enda hef ég aldrei verið aleinn hérna,“ segir Kári. „Ég er alltaf með gott fólk sem vinnur með mér. Ég er búinn að gera fjórar sýningar hérna í Frystiklefanum og það kemur auðvitað fleira fólk inn í þetta og vinnur með mér að verkefnunum. Auk þess koma hér aðrir listamenn og vinna að sínum verkefnum og þannig verður þetta áfram.“ Kári er uppalinn á Hellisandi og vann sem unglingur í frystihúsinu á Rifi sem hann nú rekur leikhúsið í. Eftir leiklistarnám í London segist hann hafa langað að gera sýningu til að koma sjálfum sér á kortið og þá hafi legið beint við að fara í heimabæinn til þess. „Ég reyndar bý ekki hér heldur í Reykjavík þar sem ég vinn á veturna,“ segir hann. „En Hetja er byggð á sögu Bárðar Snæfellsáss og þegar ég fór að setja hana upp fékk ég leyfi til að nota frystiklefann hér í gamla frystihúsinu sem ég á núna. Eftir þá sýningu fór boltinn að rúlla og ég fékk þá hugmynd að það gæti verið gaman að gera meira með þetta hús og reyna að auka menningarflóruna á Snæfellsnesi. Svo kom að því að ég þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég ætlaði að halda áfram að vera bara með eina sýningu á ári, eða hvort ég vildi fara lengra með þetta verkefni og það varð sem sagt niðurstaðan að starfrækja hér menningarmiðstöð og atvinnuleikhús.“ Húsnæðið er 600 m2 og inniheldur aðstöðu fyrir farfuglaheimili, rúmgóðan almenning og þrjá sýningarsali, þar á meðal tónleikasal sem getur tekið 4-500 áhorfendur. Kári er mjög spenntur fyrir verkefninu og vinnur myrkranna á milli til að koma húsinu í það stand sem þarf til að fá öll tilskilin leyfi fyrir reksturinn. „Ég er bara á haus hérna við að setja upp öryggisbúnað, smíða og brjóta niður veggi og allt sem því fylgir. Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira