Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi Marín Manda skrifar 7. maí 2014 12:00 Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til að mæta á hátíðina. Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs, hvetur Kópavogsbúa til að njóta menningarhátíðarinnar í vikunni. Hátíðin verður með fjölbreyttara sniði en undanfarin ár. „Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs. Hátíðin sem haldin er í ellefta sinn byrjar á morgun, 8. maí, og stendur til 11. maí. Meðal þess sem boðið verður upp á á hátíðinni er pönk, gjörningar, veggjalist, gítarspil, myndlist, gönguferðir, dans og leiklist.Fræbbblarnir á æfingu forðum daga.„Markmið hátíðarinnar er að gefa bæjarbúum tækifæri á að njóta afraksturs lista- og menningarlífs sem fram fer í bænum allan ársins hring og dagskráin endurspeglar það vel að okkar mati.“ Arna bendir á að ljóðlistin hafi verið í hávegum höfð í Kópavogi og þykir því áhugavert að sjá listakonuna Kristínu Þorláksdóttur mála stórt fígúratívt veggverk með vísun í ljóð Jóns úr Vör. Pönkið á Íslandi á jafnframt sterkar rætur í Kópavogi og mun skipa stóran sess á menningarhátíðinni. Annað kvöld mæta upphafsmenn pönktónlistarinnar á Bretlandi og á Íslandi á skemmtistaðinn Spot og halda tónleika. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fram koma meðal annars Q4U, Fræbbblarnir og Glen Matlock, bassaleikari The Sex Pistols, sem er heiðursgestur pönkhátíðarinnar. Ókeypis er inn á flesta viðburði hátíðarinnar og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á síðunni kopavogsdagar.is.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira