Björt framtíð tapar þriðjungi af fylgi Besta flokksins Brjánn Jónasson skrifar 1. maí 2014 07:45 Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent